Páskaborð…

…ég lagði á páskaborð núna um daginn. Þar sem ég fæ alltaf endalaust af spurningum um hvar ég kæmi alltaf matinum fyrir 🙂 og þrátt fyrir að hafa sagt ótal sinnum frá því að borðið okkar er óvenjustórt, en það er 1,20×2,20, þá virðist það vefjast fyrir mörgum að ég sé með svona alls konar skreytingar. Þannig að í þetta sinn, þá var ég bara með súper einfalt, dúka, diska og fallegar servéttur. Blómavasi og kerti. Gerist varla einfaldara…

…ég notaði uppáhalds servétturnar úr póstinum um daginn (smella hér), og lét þær vera svona aðalskrautið…

…er líka alltaf hrifin af því að blanda saman servéttum, eins og að vera með svona sérstakar fyrir krakkana. Auk þess þá er þetta prýðisleið til þess að nýta restar af eldri servéttum, blanda bara fallega saman…

…og eigum við að ræða þetta kanínukrútt…

…passar líka vel með stólunum og öllu því…

…það er nú fallegur þessi einfaldleiki…

…dúkurinn var keyptur á Spáni seinasta sumar, en hann er ofsalega fallegur og oggulítið glitur í honum, sem mér finnst ekkert leiðinlegt…

…eins og sést þá eru síðan egg og fjaðrir sem skreyta ljósakrónuna…

…ég elska litina í þessum servéttum, mér finnst þeir gera svo mikið fyrir borðið, þegar að það er svona einfalt…

…Mola finnst samt vanta matinn á borðið, skiljanlega…

…sjá þetta krútt ♥

Svörtu diskarnir eru frá Ikea
Minni diskarnir eru frá Pier
Glösin frá Rekstrarvörum
Hnífapör frá Rúmfó

Kertastjakarnir eru frá Ikea
Vasinn frá H&M Home

Ég var að vinna með fallegu kertin og servétturnar frá Heildversluninni Lindsay sem að fást í Fjarðarkaup (báðar týpurnar ættu að fást þar), Krónunni og Melabúðinni.  Pósturinn er ekki kostaður.

…þó að Molinn þurfi ekki að vera með, þá er hann að sjálfsögðu duglegur að smokra sér inn á. Þreytandi samt að vera svona fyrirsæta greinilega…

…þá vona ég bara að þið eigið yndislega páskahelgi ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *