…eins og lofað var, hér er fyrri pósturinn þar sem ég fer yfir hvaðan hlutirnir eru og hvernig breytingar voru gerðar.
Eins og áður sagði þá var sjónvarpsholið frekar svona tómlegt, og ákveðið að tæma það af öllu sem fyrir var og breyta…
…fyrsta vers var að mála vegginn. En það er fátt eitt sem breytir jafn miklu og hratt eins og að mála í fallegum lit. Þau voru áður búin að mála í kringum eldhúsið í fallega Brynhildarbláa litinum frá Slippfélaginu og við héldum bara áfram með hann. Einföld leið til þess að “fylla” vegg.
En eins og þið sjáið þá var stór ofn á vegginum. Þannig að við vildum helst ná að fela hann, og auk þess fá góða geymslu fyrir hitt og þetta…
…mér datt strax í hug Ivar-skáparnir úr Ikea, en þeir eru snilld. Óunnir úr furu og einfalt að mála í hvaða lit sem þú kýst.
Pælingin var að setja skápana yfir ofninn, og hafa skápinn opinn niður. Þessi ofn var lítið notaður og því ekki forgangsatriði að vera með hann opinn…
…þetta var smá svona mixerí að koma þessu fyrir, að sleppa baki í þeim skápum sem þurfti til, en húsbóndinn á heimilinu sá um alla þessa handavinnu…
…með því að mjókka hillur var hægt að koma þeim fyrir framan ofninn, inni í skápinum þannig að hann nýtist líka sem geymsla…
…ein pælingin var að mála skápana bara í sama lit og vegginn – eins og sést hér á mjög slæmu photosjoppi…
…en skáparnir voru svo málaðir hvítir í stíl við eldhúsinnréttinguna…
…auk þess fjárfestu þau í Strandmon stólnum frá Ikea, en hann er ótrúlega kózý og næs, en fer samt ekkert alltof mikið fyrir honum. Aamund karfan er frá Rúmfó og er pörfekt fyrir teppin og slíkt…
…síðan kemur stóllinn fyrir framan skápinn, og þá er þetta allt að smella saman…
…kertastjakarnir eru nýjir en þeir voru keyptir í Dorma. Geggjað flottir og einmitt það sem þurfti þarna á skenkinn. Eitthvað svona hátt og glæsó…
…minni vegghillan er frá Rúmfó en sú stærri og dýpri er frá Dorma…
…eins nota ég auðvitað það sem til er fyrir, en það gerir mikið að setja smá grænt í vasana. Þarna er Omaggio-vasinn, en ég notaði bara gerviblóm úr Ikea, sem ég tók úr pottinum, og þá smellur það ofan í…
…ég keypti þennan fallega silfurbakka síðan í Rúmfó, en þetta er sniðug lausn til þess að láta svona smáa fylgihluti virka meiri og stærri, með því að safna saman litlum kertastjökum á bakka þá færðu meiri þyngd – svona sjónlega séð 🙂 …
…ljósin eru öll frá Húsgagnahöllinni. Þau voru öll tengd í eina svarta dós sem var fest í loftið, og úr henni kemur síðan ein snúra. Þannig að kveikt er á öllum þremur í einu. Þau völdu reyndar glær ljós, en ég sendi þeim bara tillögur að einhverjum svona mynstruðum ljósum…
…hvert ljós var stakt með svona loftfestingu sem passar yfir rafmagnsdós. Hann notaði bara eina festinguna, boraði 2 auka göt í hana og tengdi öll 3 ljósin í sömu dósina…
…snilldin við mynstrið á ljósunum, eru þessir fallegu skuggar sem þau varpa á vegginn og gefa svo mikla fyllingu þannig…
..þá er kózýhornið upptalið – mjög svo fallegt, en samt notadrjúgt pláss!
1-2. Ljósin – Húsgagnahöllin
3. Ullarteppi frá Rúmfó
4. Málning: Brynhildarblár frá Slippfélaginu
5. Gerviblóm frá Ikea
6-7. Silfur kertastjakar frá Dorma
8. Minni vegghillan er frá Rúmfó
9. Ivar skápar frá Ikea – smella
10. Aamund karfan er frá Rúmfó
11. Gerviblóm frá Ikea
12-13. Strandmon stólnum frá Ikea
14. Silfurbakki – Rúmfó
Flott útkoma
Snilld,…útfærslan m/ofninn…hylja með skáp…☺