Innlit í Rúmfó…

…ég fór í smá heimsókn í Rúmfó á Smáratorgi á föstudaginn, en hann Ívar vinur minn er einmitt orðinn verslunarstjóri þar, ásamt sínu frábæra teymi, og hann bað mig að setja upp smá páskaborð. Ég ákvað að skella inn nokkrum myndum hér líka.

Sumarið er að koma inn og fullt af skemmtilegum blómapottum…

Rúmfatalagerinn er með auglýsingu hérna á síðunni og er í samstarfi með mér!

…steypukollarnir/borðin eru komnir aftur og þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér…

…er sjálf með þá á pallinum á sumrin og finnst þeir æði…

…þessir hérna eru tveir saman í setti, alveg geggjaðir…

…finnst þeir koma svo töff út…

…líka mikið af fallegum luktum, sem koma vel út með…

…ég sé þetta alveg fyrir mér í fellihýsið – nú er bara að krossa fingur fyrir aaaaðeins minni rigningu í sumar…

…meira spennó á pallinn, geggjað að koma með sumardrykkinn út í þessu…

…hversu flottar eru svo þessar hérna skálar! Alveg hreint geggjaðar…

…meiri sumardrykkjarkrukkur og svo auðvitað dunkur með krana…

…ég var líka hrifin af blómakössunum, og ég sé þá líka alltaf svolítið fyrir mér sem blaðakassa…

…smávegis páskaborð…

…flottu pottarnir og sitthvað annað fallegt sem setti mig í vorgírinn…

…svo fallegur þessi löber og svo kertaglösin með…

…Bekkoblom löberinn er líka æði og fæst í þremur litum; smella hér

…svo krúttaralegar öskjur…

…hér sést líka blómakassinn notaður í annað en bara fyrir blóm…

…dásamlegar servéttur…

…vasar sem minna á Glit-vasana með sumarblómum í…

…og þessir mini 3ja hæða bakkar fást í gylltu og silfur, æði fyrir skart t.d…

…skál í boðinu….

…líka gaman að nota vegghillurnar svona sem hálfgerða kertastjaka…

…svo fallegur vasi…

…þessir hérna eru alveg ferlega flottir…

…en ég er með svona í svefnherberginu….

…hringpúðarnir komnir aftur, líka í fölbleika litinum…

…hér eru tvær luktir sem eru gerðar að vösum hérna, alltaf gaman að leika sér með svona…

…mæli með að kíkja aðeins á svæðið og sjá alla þessa spennandi nýju vörur sem eru að detta inn núna í Rúmfóbúðirnar, alveg hellingur af fallegu!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *