…ég fór á lagersölu hjá Dorma, Betra bak og Húsgagnahöllinni í gær og sýndi frá því á snappinu (soffiadoggg). Það voru svo margir að skjáskjóta myndirnar sem ég setti inn að ég ákvað bara að skella þeim í einn póst og deila með ykkur hérna.
Það voru margir að spyrja hvaða opnunartími væri og þar fram eftir götum, og það er hægt að smella hérna og sjá upplýsingar um þetta á Facebook:
Lagersala – viðburður..
En þetta er bakatil á Korputorginu og stendur yfir helgina, fjögurra daga lagersala, frá fimmtudegi til sunnudags. 4.–7. apríl. Opið 12–18 alla dagana. Allt að 80% afsláttur…
…litlir skemlar á 500kr…
…teygjulök, hlífðardýnur og þess háttar á góðu verði…
…ég var svo hrifin af þessu borði, mjög fallegt…
…og sömuleiðis þetta hérna, rustic hringborð…
…svo fallegur liturinn á þessum stól…
…og það sést þarna í annan gammelbleikan sem var alveg æðislegur líka…
…þessir fannst mér æði – enda í stíl við borðstofustólana mína…
…fleiri barstólar…
…einn alveg ekta lazy boy -Joey og Chandler hefðu hrifist af þessari Rositu…
…dásemdar velúrstólar í gordjöss litum…
…þarna voru líka Omaggio-vörur á afslætti…
…og matarstell…
…ansi mikið af rúmum…
…og alls konar sófar, í U-um og L-um og bara allt stafrófið 🙂
…gordjöss darling, gordöss ♥
…einn gauralegasti stóll sem ég hef séð, næstum eins og hafnaboltahanski – virkilega töff…
…skál í boðinu…
…flottir speglar til þess að standa á gólfi, töff upp við vegg td…
…stórt og mikið borðstofuborð…
…og einn langstæðsti Búddahaus sem ég hef séð, maður verður sennilega mjög Zen að eiga svona…
…huggulegir og penir kózýstólar, sem ég vaktaði fyrir foreldrana…
…mæli með að kíkja við þarna og það er auðvelt að gera góð kaup!
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥