…eru ekki páskar á næsta leyti og því ekki úr vegi að koma sér smá fjaðragír. Hvíla eins og hann Stebbi Hilm hérna um árið, í fiðurmjúkum örmum og allt það…
Purkhus.is er með svo ótrúlega fallegar fjaðragreinar og mér bauðst að velja mér þrjár týpur. Verandi sérlega ólitaglöð þá hélt ég mig alveg í brúnu hlutlausum tónunum, ásamt því að fá dásamleg gleregg með hvítum fjöðrum innan í…
…ég var fyrir með greinar í vasa hérna heima, og þar sem fjaðrirnar eru á nettum vír þá er auðvelt að skella þessu á hvaða greinar sem er…
…ótrúlega fínlegar og fallegar fjaðrir…
…eins finnst mér eggin hreint æðisleg…
…og fannst bara mjög fallegt að setja þær líka á greinarnar…
…passa nánast alls staðar…
…svo bara fallegt – eins fást fjaðrirnar í bleiku og fleirum litum, ef þið eruð litaglaðari týpur en ég…
…greinarnar eru gamlar magnolíugreinar, sem að blómin voru fölnuð á…
…ég lék mér líka aðeins að þessu og skellti á fallega hringinn frá BarrLiving sem er í eldhúsinu…
…og þannig fékk ég svona páskakrans bara…
…eins stakk ég nokkrum fjöðrum í bolla á skápinum…
…einfalt og fallegt ♥
Ég tók líka eftir að Purkhús er með opið hús núna um helgina:
” Í tilefni þess að við vorum að fá svo fallega sendingu af þurrkuðum blómum ætlum að skella í helgaropnun núna um helgina. Það verður opið kl. 13-16 bæði á laugardag og sunnudag í sýningarrýminu okkar í Ármúla 19, annarri hæð. “
Smellið hér til þess að skoða nánar!
Eigið yndislegan sunnudag!
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥