Antíkmarkaðurinn á Akranesi…

…var sóttur heim um seinustu helgi – ég elska að koma þarna við hjá henni Kristbjörgu og gramsa í öllu þessu góssi. Markaðurinn er á Heiðarbraut 33 og er opinn á milli 13-17 um helgar…

…það voru meira segja fallegir ísbirnir gengnir á land…

..svo er alltaf heill hellingur af leirtaui og postulíni til…

…hversu fallegt er þetta nú…

…og mávastellið er til þarna, ásamt fleiri góðkunningjum…

…nóg til af mæðra- og jóladagsplöttunum…

…fallegir vegglampar…

…og loftljós…

…awwwwww…

…snjóboltakertaljósin eru svo falleg…

…alltaf eitthvað spennnandi…

…markaðurinn er í bílskúrnum á Heiðarbraut 33 á Akranesi, og þið getið séð myndir af því nýjasta með því að fylgja henni Kristbjörgu á Facebook (smella hér). Opið um helgar frá 13-17…

…lampadýrð…

…svo fallegt að para svona saman…

…dásemd…

…svo fallegt og retró…

…uppáhalds gramsstaðurinn minn…

…Monsur og önnur krútt…

…gamlar plötur…

Góða helgi krúttin mín, keyrið varlega upp á Akranes – eða bara hvert sem þið haldið og njótið þess að vera til! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Antíkmarkaðurinn á Akranesi…

  1. Þòrunn Sighvatsdòttir
    30.03.2019 at 11:15

    Sjàlf er ég að safna jòlaròsinni af þvì ég fékk hana ì arf og hef sko fundið þà òfàa munina hjà Kristbjörgu à gòðu verði 😍

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *