Innlit í Smáralind…

…ég var beðin um að sjá um Instastory hjá Smáralind, og sýna sitt hvað skemmtilegt fyrir fermingarskreytingar.

Þessi póstur er því unninn í samvinnu við Smáralind og verslanirnar þar.

Byrjum í Söstrene, en þar er alveg gósentíð fyrir svona veisluhöld…

…alltaf hægt að nota veggfóður í eitthvað annað en á veggi…

…næsta stopp – Flying Tiger!
Þar eru geggjuð rustic trébretti sem kosta ekki mikið, stafablöðrur í alls konar litum og límmiðar sem hægt er að nota á kerti eða til að skreyta gestabækur…

…og þvílíkt úrval af fallegum litum af kertum og servéttur í stíl…

…stimplarnir eru líka úr Tiger, og bara sniðugir…

…svo í A4 og alls konar til þar. Gestabækur, sálmabækur, renningar og skrautsteinar – ásamt auðvitað límmiðastöfunum…

…næst í H&M Home. Ofsalega margt fallegt þar – sérstaklega í gylltu…

…falleg verslunin þeirra…

…og ég var mjög skotin í þessu…

…svo var það Dúka, en þar eru dásemdar servétturnar og gestabækurnar sem ég sýndi ykkur í seinasta pósti, svo fallegar…

…sjálfri finnst mér líka bollarnir frá Design Letter alveg ferlega flottir, og líka bara skemmtilegt að stafa nafn barnsins, eða skammstöfun þess, og setja lítil blóm í bollana…

…í Líf og list er líka svo mikið af fallegum hlutum. Sem margir hverjir eru til á fjölmörgum heimilum, og því væri alveg upplagt að nýta þessa fegurð til þess að skreyta í fermingarveislunni – taka bara skrautið með að heiman í veislusalinn (ef það er salur notaður). Sérstaklega vasana, stjakana og kökudiskana…

…var mjög skotin í hringstjökunum…

Krispy Kreme er síðan að lána þennan snilldarturn í veislur, og mér finnst þetta koma mjög flott út…

Panduro Hobby er með mikið úrval. Þar fengust stóru stafirnir, sem eru svo fallegir til þess að skreyta og auðvitað endalaust meira til…

…svo er alveg óhætt að mæla með Bjarkarblómi í Smáralindinni, og það er hægt að skoða fermingarskreytingarnar þeirra á Facebook – smella hér

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *