…ég var beðin um að sjá um Instastory hjá Smáralind, og sýna sitt hvað skemmtilegt fyrir fermingarskreytingar. Ég fór því á stúfana í nokkrar verslanir og fékk lánað það sem mér þótti skemmtilegt og setti upp eitt fermingarborð hérna heima.
Ég tók myndir af því sem ég sótti í hverja búð fyrir sig, og þið sjáið þær hérna að neðan.
Þessi póstur er því unninn í samvinnu við Smáralind og verslanirnar þar…
…ég er sjálf orðin smá þreytt á sisal-renningunum sem hafa verið notaðir í veislur hérna heima frá því að ég man eftir mér. Þannig að ég ákvað að fara út fyrir kassann, og notaði þess í stað veggfóður úr Söstrene sem löber…
…öskjur frá Söstrene og trékassi frá H&M sem sá um upphækkunina…
…og svo var bara að stilla upp og leika sér með skrautið. Ég var sem sé með fölbleikan renning, en á móti notaði ég græna og ljósbláa tóna. Er alltaf hrifin af því að vera með nokkra liti frekar en að festa mig í einum þemalit.
Síðan var ég með gyllt sem svona tengingu í gegnum þetta allt saman…
…fánalengjan er DIY, en auðveldara gæti það ekki verið. Fánalengja frá Söstrene og stafalímmiðar sem fást í Panduro og A4…
…annað einfalt DIY með límmiðana og fallegt glerbox úr H&M.
En þetta er einmitt einn af þessum hlutum sem er oft verið að vandræðast með í fermingarveislum, einhver staður til þess að setja kortin sem fermingarbarnið fær…
…kerti úr Tiger, blóm úr Panduro, skrautprjónar sem ég átti, og límmiðastafir frá Panduro. Einföld leið til þess að útbúa fermingarkertin…
…hægt að nota hvaða liti sem er, og leika sér endalaust með skraut…
…fékk þessa fallegu gestabók frá Reykjavík Letterpress í Dúka, og það er hægt að velja um silfur eða gull leturgerð…
…og þar eru líka til æðislegar servéttur í stíl, einnig til í bláu…
…æðislegur vasi frá H&M Home, og pappahringurinn er frá Söstrene…
…ég setti líka fallegt skartgripaskrín á borðið sem ég fékk í A4, en mér finnst svo fallegt að vera eitthvað persónulegt frá fermingarbarninu á borðinu með. Sérstaklega ef veislan er haldin í sal út í bæ…
…annað lítið DIY, bók úr Panduro með pennastatífi í stíl – og svo var þetta fært upp á næsta stig með því að stimpla framan á. Stimplarnir eru frá Tiger og H-ið er líka límstafirnir úr Panduro.
Auðveld leið til þess að gera persónulega gestabók…
…stimplana er síðan hægt að nýta áfram til skreytinga – en þarna lét ég þá bara standa á kassanum…
…litla konfettiskrautið er allt úr einum og sama pakkanum, og fékkst í A4…
…svo eru það blómin sem gera alltaf punktin yfir i-ið, en ég gæti hreinlega ekki hugsað mér að gera veislu án þess að vera með blóm. Þessi koma frá Bjarkarblómum í Smáralindinni, en þar er mjög gott úrval og yndisleg þjónusta…
…vona að þið hafið haft gaman að, og ég á eftir að sýna fleiri myndir sem ég tók. Það sem skiptir mestu máli er að leika sér bara með þetta skemmtilega tilefni, finna til efni sem þið eigið heima (vasa og kertastjaka) og blanda síðan einhverju nýju með. Blóm og servéttur eru bætast svo við og meira krúttað. Þetta er bara skemmtilegt ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥