Sniðugar hugmyndir…

…ég rölti einn hring í Ikea í gær og eins og alltaf, þá eru alls konar skemmtilegar hugmyndir í sýningarbásunum hjá þeim. Ég tók nokkrar myndir og deili þeim hér með.

Nr. 1 – stór krítartafla/tússtafla/korktafla sem eru límdir á stafir fyrir hvern vikudag og hægt að gera mjög þægilegt skipulag fyrir famelíuna…

…skemmtileg leið til þess að skipta upp rými…

…sniðugur bekkur, t.d. í eldhúsið, og hillur til hliðanna. Fallegt og praktískt…

…geggjað að mála svona snaga í sama lit og veggurinn og hengja skreytingar á…

…falleg ljós í mismunandi hæðum…

…tvennt sem mér líka svo mjög, myndaveggur og hillur fyrir skrautmuni…

…alltaf góð hugmynd að nota spegla – stækka rými og endurkasta birtu frá gluggum…

…fallegt eldhús í svörtu, og viðurinn hlýjar svo mikið…

…snjöll lausn fyrir kaffifólkið…

…skemmtilegt að nota stangir til þess að hengja skraut á, og hér eru diskamottur orðnar að skrauti…

…meira af ljósum í mismunandi hæðum…

…snjöll lausn undir súð…

…meira af snögum og sniðugt að hafa hilluna meðfram loftinu…

…góð lausn í forstofu, bekkur með geymslurými og skápar…

…önnur sniðug lausn undir súð, og bara inn í búrið eða geymsluna. Fallegt að mála Ivar-hillurnar!

Njótið dagsins!

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Sniðugar hugmyndir…

  1. Svanhildur Sigurdardottir
    20.03.2019 at 12:46

    Sæl,
    Á síðustu myndinni frá Ikea undir súð, langar að biðja þig
    að gefa mér upplysinar um skápinn í miðjunni.
    Takk fyrir alla flottu póstna þína og hugmynir,
    Með kveðju
    Svanhildur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *