…í febrúar áttu krakkarnir okkar heila viku í vetrarfrí frá skóla. Á sunnudeginum vorum við eitthvað að vafra um á netinu og rákumst á flug til London á frábæru verði, og ákváðum að vera sérlega hvatvís og kaupa okkur ferð til London, með eins dags fyrirvara. Húrra fyrir hvatvísi!
…miðar keyptir á sunnudegi, hótel bókað, og pantaðir leikhúsmiðar á Lion King. Það er ekkert verið að slóra við þetta hjá þessari famelíu. Þriðjudagur var svo ferðadagurinn og af stað héldum við!
Við bókuðum í gegnum Hotels.com og gistum á Park Grand London Hyde Park (afskaplega þjált hótelnafn). Hótelið er í Paddington og bara 5mín gangur að Hyde Park. Skemmtileg staðsetning og huggó hótel. Við fengum herbergi með tveimur twin rúmum og það fór bara mjög vel um okkur þarna…
…fyrsta morgunin var því ekkert annað í boði en að brosa framan í vetrarsólina sem skein í London, og halda í göngu í Hyde Park…
…það er alveg yndislegt að rölta þarna um, svo fallegur garður, veðrið var dásemd og allir alsælir…
…við vorum líka svo heppin að rekast á lífverði hennar hátignar (held ég) sem voru á æfingu á hestunum, og við nutum þess að fylgjast bara með…
…veðrið var svoleiðis með albesta móti alla dagana og við fengum sól og allt að 17stiga hita á bestu dögunum. Þvílík heppni, og svo var farið að blómstra og vorið farið að kræla á sér…
…yndislegt að sjá grænt gras og blómin, það kveikti svo sannarlega á enn meiri þrá eftir vorinu…
…eitt af því sem ég hef líka svo gaman af því að skoða bekkina sem eru nánast allir með svona áletrun og segir sögu einhvers…
…svo var haldið af stað úr hinum græna Hyde Park og haldið af stað að finna Hamleys dótabúðina. Ég fór þangað með mömmu og pabba þegar ég var um 11 ára og þetta var einhver stórkostlegasti staður sem ég hafði þá sótt heim, þannig að ég varð að leyfa litla gaur að upplifa þetta. Daman þykist nú vera vaxin upp úr þessu dóterísveseni…
…London er líka skemmtileg borg að rölta í, þar sem hún er með svo mikið af fallegum byggingum og endalaust eitthvað að skoða…
…svo fórum við á Oxford strætið og ýmislegt fleira, borðuðum og skoðuðum og töluðum. Svo þegar komið var upp á hótel þá var það skiljanlegt að flestir voru orðnir fremur fótafúnir, enda búið að ganga mikið fyrsta daginn…
…dagur tvö var svo tekin í dýragarðinum, en það var einlæg ósk hjá krökkunum að komast þangað…
…geggjaðar veggjamyndir…
…eftir að hafa skoðað dýragarðinn fórum við með “leigubát” innan úr dýragarðinum og sigldum niður til Camden Market. Það var alveg ótrúlega skemmtilegt upplifelsi, og alveg ný hlið á London…
…eins mæli ég hiklaust með að fara á Camden Market. Svæðið er æðislegt og fullt af litlum og skemmtilegum sölubásum og sjúklega girnilegum matarvögnum og búllum…
…þarna hefði ég nú alveg verið til í að taka með mér ljós heim…
…eins kíkti ég inn í Múmín-búð og ég ætla að sýna það í sérpósti…
…dagur þrjú og aftur var rölt af stað í Hyde Park…
…og meira af fallegum vorlaukum, sem stingast upp úr grænu grasi – ég fæ bara ekki nóg…
…og aftur eru það þessir litlu óvæntu hlutir sem verða á vegi manns, sem að skapa skemmtilegustu stundirnar. Eins og að rekast á helling af villtum, en gæfum páfagaukum sem eru í garðinum og fólk er að gefa þeim korn. Við hittum þarna yndælis karl sem gaf okkur öllum korn í lófa. Við spjölluðum aðeins saman og nutum þess að upplifa eitthvað sem gerist ekki heima á Íslandinu okkar…
…mamman hleypur að hverju blómstrandi tré og runna og myndar…
…því ég meina – sjáið bara…
…síðan gengum við að Natural History Museum, en það var svakalega löng röð þangað inn – sem gekk samt furðuhratt. Safnið er mjög skemmtilegt að rölta um og aðgangurinn inn er frír. Alltaf skemmtilegt að fá að skoða risaeðlubein og bara allt mögulegt. Auk þess sem byggingin sjálf er stórkostleg að innan og utan…
…alveg möst að horfa upp í loft líka og skoða listaverkin…
…stollt mamma með sínum…
…svo eftir menningarskoðun, þá urðum við að kanna hvort að Beta myndi bjóða okkur í te og gúrkusamlokur, en svo var víst ekki. Við skoðuðum bara höllina að utan…
…þessi tvö ♥ ♥ …
…dagur þrjú og við að springa úr spennu. Lion King – loksins!!!!
Sýningin er stórkostleg og okkur langar öllum aftur – ég grét strax á fyrsta laginu og bara út sýninguna. Þvílík upplifun
Skoða hér til að panta miða…
…rökkur í London…
…dagur fjögur og heimferð í dag. Krakkarnir fengu að velja hvað þau vildu gera fyrir hádegi og þau vildu bara taka daginn snemma og fara í Hyde Park, aftur. Sjá páfagaukana og gefa íkornum hnetur. Auðsótt mál…
…fegurðin í þessum garði, endalaust fallegt…
…ég gæti verið þarna endalaust…
…og svo til þess að toppa allt saman, blómstrandi eplatré…
…ég veit ekki hvort að það sést, en ég var alsæl…
…þetta var alveg hreint ótrúlega skemmtileg ferð. Gaman að upplifa hlutina með börnunum sínum, og sérstaklega gaman að finna að þau eru orðin það stór að þau kunna að meta svona borgarferðir og upplifanir sem þær hafa upp á að bjóða. Þetta var í það minnsta alveg ógleymanlegt vetrarfrí sem við fengum öll saman…
….ég fór oft til London þegar ég var krakki, og var meira segja svo heppin að fá að vera þar nokkrar vikur að sumri í nokkur ár og “passa” frændur mína sem bjuggu þar. Ég elskaði borgina þá, síðan hafði ég ekki komið þangað í 19 ár þegar ég fór á Kylie-tónleikana í fyrra (sjá hér), og svo aftur núna. Ég hef algjörlega endurnýjað ást mína á London – hún er yndisleg ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥