…suma daga er erfitt að skríða framúr, manni (eða í þessu tilfelli – hundi) langar bara að kúra lengur…
…ég fór inn í Epal og rak augun í dásemdarvörurnar hennar Jónsdóttur & co…
…svo dásamlega fallegar…
…yndislegar fæðingar- og sængurgjafir t.d….
…í eldhúsinu heima…
…og þar sem þetta eru ekki alveg nýjar myndir, þá get ég deilt með ykkur myndum af bestu bollum í heimi…
…gerðar af henni mömmu, og hún bakaði bara 250stk þetta árið blessunin…
…fyrirsætuMolinn okkar…
…en það er sama í hvaða herbergi ég fer í, hann eltir mig og stillir sér upp…
…fyndið smádýr…
…magnolíugreinarnar áður en þær blómstruðu…
…og dagurinn endar þar sem hann hefst…
…góða nótt! ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥