…og núna er ég í Rúmfó á Smáratorgi. Dömulegt fermingarrými og vonandi nokkrar sniðugar hugmyndir fyrir ykkur…
Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.
Ég tók vaxdúk úr vefnaðarvörudeildinni og við festum hann á vegginn. Svona næstum eins og veggfóður, og svo virkar þetta líka eins og fyrirtaks rúmgafl ef maður vill…
…reyndar setti ég líka gafl sem hægt er að kaupa sér, en þeir eru nokkrir til í Rúmfó núna – sjá hér, smella…
…þessi bekkur er snilld við enda rúms, hellings geymslupláss. Gæti líka verið sniðugur í forstofu eða barnaherbergið – smella hér…
…snyrtiborðið er líka æðislegt, fyrirferðalítið en mjög fallegt. Smella hér til að skoða…
…í rúminu er líka æðislegt sængurver í bláu, ótrúlega fallegt – smella hér…
…og þar sem ég þarf alltaf að vera með hjörð af koddum, þá elska ég svona falleg aukakoddaver – just love smella hér…
…mér finnst þetta svo fallegt saman, svona blátt, fölbleikt og gull í bland…
…litlir smáhlutir úr baðdeildinni á snyrtiborðinu…
…smá aukaglamúr líka í púðanum…
…er líka með lítil marmarahliðarborð sem náttborðin (sjá hér) sem mér finnst geggjuð, og lampinn er æði (smella hér)…
…svo gerði ég líka smá strákarými, sést glitta í það þarna, og ég skal reyna að sýna það síðar…
…vona að þið eigið yndislega helgi ♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!