…þetta er í annað sinn sem ég geri svona póst – en sá fyrri er hérna – smella!
Bekkir eru eitt fjölhæfasta húsgagnið sem þú getur fengið þér, flottir við enda rúms, við borðstofuborðið, í forstofunni, á ganginum – og í veislum verða þeir auka sæti hvar sem vantar! Ég fór yfir nokkrar flotta bekki sem ég fann hér og þar! Athugið að alls staðar er hægt að smella á feitletraða smella til þess að komast að því hvar viðkomandi bekkur fæst og hvað hann kostar !
Þessi hérna finnst mér æðislegur! En ég er líka sérlega skotin í svona brúnu rustic leðurlook-i – smella…
Posea bekkurinn er ofsalega fallegur, léttar línur og svo þessi mjúki toppur, til í ýmsum litum og útfærslum – smella…
…annar í koníaksbrúnu leðri – mjög flottur – smella…
…þessi er geggjaður – minnir á gömlu leikfimishestana – smella….
Daytona bekkur, ferlega flottur og öll þessu smáatriði gera mikið fyrir hann – smella…
…mjúkur og kvenlegur – smella…
…annar mjúkur og fallegur, litirnir eru æðislegir til þess að poppa upp í svefnherberginu, skella t.d. púðum á rúmið í sama lit – smella…
…þessi æðislegur – smella…
…flottur í forstofuna, með frábærri geymslu – smella…
…hrifin af þessari hillu þarna undir, held líka að þessi yrði flottur málaður/spreyjaður svartur – smella…
…þessi hérna við borðstofu- eða eldhúsborðið, geggjaður – smella…
…mjög fallegur – klassíker – smella…
…fínlegur og einfaldur, þennan væri líka auðvelt að yfirdekkja af maður vildi – smella…
…og ég er allveg veik fyrir þessari týpu, rustic fílingur og flottheit – smella…
…svo er það þessi – hann er búin að vera í uppáhaldi hjá mér síðan ég sá hann fyrst, æðislegur! Smella…
…vona að þetta komi einhverjum að gagni – eigið frábæra vinnuviku framundan!
1 comment for “Bekkir II…”