…þið munið kannski um daginn (lesist í desember) þegar ég sýndi ykkur ameríkugóssið mitt sem kom með mér heim eftir Boston ferð – sjá nánar hér! Það er náttúrulega ekki einleikið hvað maður er klikk svona á sumum sviðum. En ég rak augun í að nýja línan hennar Joanna Gaines var að koma í Target eftir áramótin, og það var náttúrulega alls konar fínerí sem ég barasta átti alls ekki – þannig að hvað gerir kona þá?
Nú hún bara pantar það sem “vantar” nauðsynlega upp á! Skiljiði, svona til þess að fylla á birgðastöðuna – eins og henni hafi verið eitthvað ábótavant.
En þar sem Target sendir ekki til Ísalandsins góða, og ég kann ekki við að kvabba á vinkonum mínum á milli landa með kökudiska á fæti, með glerkúpli sem er þó nokkur kíló (já ég er bara svona tillitsöm) þá þurfti að finna aðrar og betri lausnir. Ég tók því á það ráð að blikka tengdó, sem er best í heimi, og sannfærði hana um að þetta væri nokkuð sem okkur bráðvantaði báðum. Deilum kostnaði við flutning og allir eru glaðir 😉 Eða sko allar verða glaðar!
Skráning á ShopUSA.is og smá sörf á Target seinna og ég átti von á sendingu. Ekki ódýrt að senda á milli landa, alls ekki, en samt ódýrara en ég átti von á miðað við þyngdina á diskunum og því.
Það sem var í svo í minni sendingu var þetta:
- Löber – svo fagur en ég þarf að strauja hann!
- Kannan fagra – hún er nánast fullkomin
- Kransa upphengill (nýyrði?) á hurð
- Diskurinn minn fagri, sem ég fékk mér í nóv, en núna í hvítum klæðum (segið mér hvað er hægt að finna stuðningshópa fyrir svona diskur-á-fæti-með-glerkúpli-fíkla?)
…hvítar könnur og ég, það er líka önnur viss fíkn sem ég kemst seint yfir, en það er nú í góðu lagi – það er víst hægt að díla við verri djöfla en það…
…svo sjáið þið náttúruleg bara í hvelli hvað hún er falleg og smellpassar inn í eldhúsið…
…löberinn var líka alveg geggjaður – þetta er eitthvað sem ég fíla í ræmur. Svona mynstur sem er samt frekar hlutlaust….
…það er reyndar ekki mikið að marka myndina, en sólin skein ansi glatt inn um gluggana…
…þessa mynd tók ég svo í gærmorgun – þetta er það sem ég kann svo vel að meta! Þessi kyrrð og ró, hvítir og gráir tónar, hlýleikinn af viðinum og smá svart í dass með, svona vil ég hafa þetta…
…saltkrukkan er reyndar líka úr línunni hennar Joanna Gaines í Target, en servétturnar eru úr Rúmfó…
…á borðinu er síðan nýji diskurinn á fæti…
…stjakarnir eru frá Blómaval og afar flottir, og þarna sést líka löberinn ágætlega – og strauleysið sem hrjáir hann í augnablikinu…
…sjáið bara hvað hann er nú fagur þessi elska…
…og já best að taka það fram – þetta eru keypar bollakökur úr Costco! Ég er ekki svona snjöll. En þetta er Red Velvet og þau eru svo góðar…
…og til upprifjunar þá er hér sá fyrri…
…og hann er reyndar bara geggjaður!
…ef ég fer yfir það sem er á skápnum:
- Hringurinn og bjallan er frá BarrLiving.is
- Diskurinn er Target
- Stjakarnir eru frá Ikea
- Joy-bollinn er frá Target
- Glerkrukkan frá Rúmfó
…en “vigtin” er keypt á Amazon…
…og meira af Ameríku-góssinu er líka í næstu hillu, matreiðslubókin og mæliskeiðarnar, ég er svo húsleg…
…elsk´ann ♥
…ég er í það minnsta sérlega kát með góssið mitt fína frá USA, og ég er líka mjög kát og þakklát að það var ekki margt í páskalínunni sem var að heilla mig 😉 Sjúkkit!
Njótið dagsins ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥
Maðurinn minn er að fara til Boston á næstu dögum, ég sendi hann með XL tösku 🙂