…en ég var búin að lofa ykkur að klára að sýna rýmið sem ég gerði á Bíldshöfðanum, áður sýni ég ykkur forstofu/borðstofu (smella hér).
Nú er komið að stofuhlutanum…

…en þó þetta sé eflaust í dekkri kantinum þá er ég súper ánægð með hvernig þetta kom allt saman út, og gardínurnar eru að gera mikið fyrir þetta, sem og auðvitað ljósa gólfefnið.
Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

…það er líka gaman að sjá hvað það þarf í raun fáa hluti til þess að fylla upp í svona stóran vegg, það er bara spurning um uppröðun…

…myndagrúbbur eru alltaf skemmtilegar…

…mottan er líka æðisleg við, svo mjúk og kózý og mikill bóhó-fílingur í henni…

…þá er líka svo fallegt að vera með borð sem eru með svona léttar lappir og leyfa mottunni að njóta sín til fullnustu…

…svart og hvítt, andstæðurnar…

…kózýfílingur í þessari stofu, og ef þið kíkið þarna uppeftir – takið þá endilega eftir hvernig hlutirnir standa í miðju rýmisins, frekar en að raða þeim eftir veggjum – það breytir miklu…

…speglar á veggi með dass af punti…


…það er líka komið mjög skemmtilegt úrval af gerviblómum…

…t.d þessar burknagreinar sem eru æði…


…og hillur á bakvið sófa – snilld til þess að vera með aukapláss fyrir hluti og bara til þess að gefa rýminu persónuleika…

…hér er speglaborðið sem ég sýndi ykkur í sérpósti – smella hér…

…ferlega ánægð með það…

…svona vegghillur eru alveg einstaklega auðveld leið til þess að gera skemmtilega hluti á veggjum, sem auðvelt er að breyta í – án mikils kostnaðar. Þetta er bara snilld…


Hér kemur síðan listi – eins ítarlegur og ég gat fundið, og athugið að með því að smella á nafnið þá komist þið beint á síðu Rúmfatalagersins og getið séð verð og frekari upplýsingar:
- 1. Tord myndarammi
- 2. Valter myndarammi
- 3. Valter myndarammi
- 4. Marstal spegill
- 5. Harstena gardína
- 6. Vetle glervasi
- 7. Ingmund skrautbakki
- 8. Virum consoleborð
- 9. Alvar bakki
- 10. Ebberup 2ja sæta
- 11. Pil skrautpúði
- 12. Ebberup 3ja sæta
- 13. Naturel púði
- 14. Vadsted skammel
- 15. Ebberup 3ja sæta
- 16. Askfrytle mottan
- 17-18. Ommestrup borðin
- 19. Marstal spegill
- 20. Ringe smáborð
- 21. Vandsted skrautstigi
- 22. Kenya armstóll
- 23. Gard vegghillur
- 24. Kalvehuse speglaflísar
- 25. Skrauthús vegghilla

…ég var ótrúlega ánægð með rýmið eins og það er, og hvet ykkur endilega til þess að fara og kíkja á þetta ef þið viljið skoða eitthvað nánar ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!
Dásamlegt