…ég er enn föst í janúarverkefninu mínu (sjá póstinn í gær), sem er að taka til og sorterta, og auðvitað að taka meira til og sortera! Ég þurfti því að skella mér niður í Húsasmiðju að ná mér í aukahillu í bílskúrinn (ég sem er að tæma!) og í leiðinni ákvað ég að rölta með ykkur í Blómaval í Skútuvogi…
…það fyrsta sem ég rak augun í voru þessar hérna dásemdarhillur…
…þessi spegill með hillu finnst mér vera æðislegur. Svo fallegt að setja kerti á hilluna…
…þessir svörtu kertastjakar eru í uppáhaldi hjá mér – svo Fixer Upper-legir…
…ferlega töff bakkar, geggjaðir fyrir kertin…
…ekta kózýhorn, spurning um að ná sér bara í góða bók…
…fallegur þessi…
…betri eru höfuð en höfuð, eða þannig sko! Þessi er töff og með öll svörin segja þeir…
…ég er svo skotin í þessum stóra leirvasa! Finnst hann hreint dásamlegur – svo er hreindýrið líka ansi hreint fagurt…
…önnur hilla sem ég er enn að hugsa um, þessi hérna yrði sjúlluð á eldhúsvegginn, með kryddjurtum og fínerí-i…
…fallegu blóm…
…fylltir túllípanar, þeir eru æðislegir! Muna bara að hafa lítið vatn á túlípönum…
…dásamlegir litlir vendir, bara með brúðarslöri og rucus, svona vöndur gæti staðið í nokkrar vikur…
…geggjaðar kertaluktir! Samt fór ég að spá hvað það væri flott að skera gat á botninn á þeim og gera ljós úr þeim – held að það væri geggjað!
…litlar glerkrukkur – lofit…
…bakkar á fæti – æðis…
…rustic og flott í eldhúsið…
…svo er ég sjálf mjög skotin í leirtauinu frá Riverdale, mér finnst það æðislegt…
…geggjaðir dunkar í parý-ið eða ferminguna (tvær stærðir)…
…sjálfri finnst mér þurfa eitthvað bast í flest herbergi – það gefur svo mikla hlýju og áferðin gerir mikið…
…ruggubekkur í garðinn, er það ekki eitthvað!
…svo þegar að allt jóladótið er farið niður – þá er kjörið að fá sér eitthvað grænt í staðinn, smá svona plöntulíf…
…en já, þetta var víst erindið – hilla í bílskúrinn…
…það er bara svo auðvelt að láta glepjast af öllu fínerí-inu.
Vona að þú eigir yndislegan dag!
ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt!