…maður lifir og lærir. Það er bara þannig. Ég gerði skemmtilega uppgvötun núna nýlega, sem ég hreinlega hafði ekki spáð í áður. Það er þannig mál með vexti að ég á mín tvö börn og þau eru orðin 12 og 8 ára. Sem sé, engin smábörn lengur! Þegar ég var með þau lítil þá átti ég ýmislegt frá Pottery Barn Baby fyrir þau, enda alltaf þótt það sérstaklega fallegt.
Ég datt svo inn á síðuna fyrir tilviljun um daginn og sá þá ég trend sem er orðið mjög áberandi. Kannski ekki nýtt, en nýtt fyrir mér. Lökin eru orðin meira “fansí” og “instagramvænni” – lökin eru hugsuð sem bakgrunnar fyrir myndatökur…
…og þetta var einmitt það sem ég varð vör við á Pottery Barn Baby-síðunni (smella hér), en þar sérðu hinar ýmsu útgáfur af lökum í barnarúmin, sem að eru öll svona líka fallegir bakgrunnar fyrir myndatökur…
…hér er t.d. “sérhannað” fyrir jólin…
…mér finnst þetta með fiðrildunum dásemd…
…þetta getur verið ótrúlega skemmtilegt til þess að sýna stærðarmuninn á milli mánaða…
…ohhh svo fallegt og bleikt…
…krúttið við enda regnbogans…
…annað fiðrilda…
…og svo eitt svona Star Wars – finnst það mjög töff, en er ekki viss um að ég færi í það með ungabarn…
…en þetta er skemmtilegt og fallegt í myndatökur, hefði alveg verið til í svona með mín kríli á sínum tíma, hérna denn, þið vitið – gamla daga…
…þá hefði ekki verið alveg svona litskrúðugur bakgrunnur hjá litla manninum…
…en þó – það má alltaf redda sér með smá svarthvítu…
…sama með dömuna…
…þá er það svarthvítt, sem getur reddað. Annað vona ég bara að þið eigið yndislegan dag ♥
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!