…áður hef ég sýnt ykkur myndir frá sumarhúsinu hennar Rutar Kára (sjá hér), en maður minn – það er örugglega fallegasta sumarhúsið á landinu. Eða í það allra minnsta í topp fimm.
Þannig að þegar ég fann nýjar myndir þá varð ég að setja þær hérna inn líka. Myndirnar eru af Sköna Hem-síðunni og eru teknar af Krista Keltanen…
…það er fátt sem ég er ekki að elska inni í þessu húsi, þetta er bara einfaldlega fullkomið…
…bláu litirnir eru svo fallegir saman, og gróft viðarborðið nýtur sín til fulls…
…fleiri en ég sem safna hvítum könnum…
…og svo svarti liturinn með – og diskarnir…
…já sæll baðherbergi…
…ég væri meira en til í að leggjast þarna niður í sjóðandi bað…
…og þessi fallegu gluggar…
…dásamlegur einfaldleikinn…
…veggir og loft í sama lit í svona panilhús er hrein dásemd…
…og hvítu hurðarkarmarnir eru dásamlegir með…
…fallegur að utan í íslensku vetri…
…og svo hlýlegur og dásamlegur að innan! Njótið vel að skoða, ég er farin að skoða fasteignaauglýsingar og láta mig dreyma ♥
Smellið hér til að skoða innlitið hjá Sköna Hem!
Photos via Sköne Hem/Krista Keltanen
Æðislegt hus og innbu. Það er svooo margt fallegt til og þu hefur auga fyrir það sem er fallegt 😊
Sæl Soffía.Þessi bústaður er barasta æði. Langar að vita hvort þú veist hvaða málning og litur er notaður á vegi og loft. Takk fyrir.
Sæl vertu, ég held að Rut Kára sé með litina sína hjá Slippfélaginu og þú ættir að geta fengið upplýsingar þar 🙂