…nokkrar myndir frá ofureinföldu matarborði okkar þann 1.janúar. Bara við fjögur og Molinn á hliðarlínunni…
…ég setti hvítann dúk á borðið og renninginn fann ég síðan á 45kr í Rúmfó í Skeifunni!
…síðan tók ég bara kertastjakana af arninum og nýju jólastjakana mína, eða sko alls ekkert jólastjakar heldur bara sem ég fékk í jólagjöf…
…og öllum til mikillar gleði og ánægju, þá er hér mynd sem sýnir matinn á borðinu, pláss fyrir allt og allir átu nægju sína 🙂
…og eins og sést, þá er nóg af plássi í kring allsstaðar…
…meira en nóg af plássi sko…
…þetta eru nýju stjakarnir, en þeir heita Stoff og fást ma. í Líf og list í Smáralind. Síðan tók ég bara jólakúlur af trénu – rétt bara á meðan við borðuðum…
…reglubundin myndataka við matarborð…
…og svo er gengið frá…
…og þá verður svo mikil ró yfir öllu. Þið sjáið þarna í baksýn að ég setti seríur á bakvið gardínurnar, svona til þess að fá mjúka birtu…
…og stjakarnir komnir á “sinn” stað….
…og endurspeglunin gerir svo mikið fyrir þetta…
…veit ekki hvort að þið sjáið hversu kát ég er með jólagjöfina mína í ár 🙂
Vona að þið eigið notalegan dag – húrra fyrir reglu og rútínu!
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Gleðilegt nýtt ár frábæra fjölskylda og þakka þau liðnu 🤩
Mjög flottir stjakar 🤩
Glæsilegir stjakar 😘
Svo fallegir stjakar. Eru þeir svartir mattir eða krómaðir? Þarf maður sér kerti í þá?
Asking for a friend 🤪
Hey friend 😉
Þeir eru krómaðir og þú getur fengið kertin fyrir þá t.d. í Líf og list eða Casa, eða bara þar sem þeir fást. Líka til í svörtu eða gráu. Getur skoðað þá hérna:
https://www.lifoglist.is/?s=stoff&post_type=product
https://casa.is/search/stoff