…ég er búin að vera að leita að gjöf um nokkurn tíma handa vinkonu minni. Þannig er mál með vexti að ég á svo yndislega vinkonu, sem hefur verið að gera svo frábæra hluti og ég er svo ótrúlega stolt af henni. Hún er svo óttalaus, yndisleg, hvetjandi og blátt áfram (haha).
Eftir að hafa leitað dyngjum og dyrum að “réttu” gjöfinni, þá rakst ég á Fabia Design á Facebook. Ég hafði samband við hana Guðnýju til þess að versla af henni, en hún þekkti nafnið mitt og vildi endilega færa mér þetta að gjöf. Ég vil samt endilega nota tækifærið til þess að segja ykkur, og sýna ykkur frá þessu – og það er ég að gera af eigin frumkvæði.
…í fyrsta lagi er það fallega ljóðið: Frá konu til konu – sem kemur í tveimur stærðum (sjá hér).
En þetta finnst mér ekki bara fallegt og stílhreint, heldur er ljóðið svo yndislegt, hvetjandi og bara eitthvað sem að flestar konu ættu að eiga og taka til sín…
…svo var hún að kynna nýjung sem er Ömmubollinn (smella hér). Einstaklega fallegur lítill bolli sem kemur til með að vera gefinn út með mismunandi íslenskum blómum og verður því bara safngripur…
…þessi texti fer beint í hjartastað:
“Til heiðurs öllum ömmum sem eitt sinn voru, eru og munu verða”. Þannig að þetta er bara bolli handa konunum sem skipta máli…
…fyrsti bollinn skartar Gleym-mér-ei framan á, alveg dásamlega fínlegur og fallegur…
…og bollarnir koma til með að vera mismunandi að lit að innan, svona eftir því hvaða blóm er framan á…
…svo ótrúlega falleg og fínleg hönnun, og ég sé þetta alveg fyrir mér þegar það verður komin einn með Sóley framan á og svo gulur að innan og þar fram eftir götunum…
Um FabiaDesign.com af heimasíðu þeirra:
Um Fabia
Fabia er íslenskt hönnunarmerki sem leggur metnað sinn í að fegra heimili með vöru úr umhverfisvænu hráefni. Allar vörur merkisins eru hannaðar þannig að þær skilji eftir sig eins lítið umhvefisspor og mögulegt er. Þó að fagurfræðin á bakvið hverja vöru sé alltaf útgangspunkturinn þegar varan er hönnuð taka eftirfarandi þættir ekki minna pláss í heildar hönnunarferlinu.
- Efnisval: Við val á efni er haft í huga hvernig hráefnið er framleitt og hvaða ferli það fer í gegnum til að hægt sé að vinna úr því vöru. Lokafrágangur vörunnar er þannig að hann er auðveldlega endurvinnanlegur.
- Form og flutningur: Hver vara er hönnuð með það að markmiði að efnisnýtingin sé sem best til að sem minnst fari til spillis. Reynt er að forðast alla íhluti til samsetningar og er lögun vörunnar höfð þannig að sem minnst fari fyrir henni í flutningi.
- Umbúðir: Allar umbúðir eru úr endurunnu og/eða umhverfisvottuðu efni.
Fabia Design var stofnað af Guðnýju Björk Pálmadóttir í byrjun árs 2017. Hún er frumkvöðull frá náttúrunnar hendi og lifir fyrir hönnun og þróun hugmynda af ýmsum toga. Guðný hefur síðan 2005 unnið á sviði innanhússhönnunar og vöruþróunar, jafnt sjálfstætt starfandi, innan fyrirtækja og gegnum nám. Guðný lauk BSc prófi í arkitektúr og hönnun árið 2013 og MSc í nýsköpun og frumkvöðlafræðum árið 2015.
Hægt er að versla vörurnar beint af heimasíðu Fabia Design, og líka hjá Garðheimum, Hús andanna Art+Design, Kista í Hofi, Punt og prent, Barr Living og VAX á Selfossi.
…þannig að, ef þú átt eftir að finna fallega gjöf fyrir konu sem skiptir þig máli – þá mæli ég svo sannarlega með að skoða þetta. Ótrúlega falleg, íslensk hönnun sem snertir hjartað ❤
Smella hér til þess að skoða Fabia Design á Facebook
Smella hér til þess að skoða heimasíðu Fabia Design
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥
Vá hvað þetta er fallegt 😍