Jólakaffiboðið hennar ömmu…

…um daginn birtist smá “viðtal” við mig í Fókus sem fylgir með DV.  Þið getið líka skoðað þetta með því að smella hér

…en ég tók svo mikið af myndum að ég ákvað að deila þeim með ykkur hérna líka.
Þau fyrirtæki sem eru feitletruð í póstinum eru þau sem ég er/hef verið í samstarfi við!…

…Þegar ég var lítil stelpa þá var ein af jólahefðunum að fara í jólakaffiboð hjá ömmu Svövu á annan í jólum. Heit kakó, kökur og kózýheit. Ég setti þetta kaffiborð upp svona í anda ömmu, henni til heiðurs. Notaðist við gömlu góðu jóladiskana/veggplattana sem ég held að margir geti fundið inni í skáp hjá mömmu og pabba, eða ömmu eða bara frænku, og mér finnst svo gaman að nota þá sem kökudiska eða sem forréttadiska á jólum. Með setti ég síðan Bing & Gröndahl kaffistellið. Með réttu ætti þetta að vera kakóbollar en við lítum fram hjá því í þetta sinn….

…eins og svo oft áður þá er ég með uppáhalds hvítu stjörnustjakana, sem fengust á sínum tíma í A4.  En þeir eru 3-4 ára gamlir…

…dúkurinn fallegi er frá Rúmfó, og þetta er bara plastdúkur sem maður kaupir eftir máli…

…og svo verður allt náttúrulega extra jóló þegar að jólatréð sést þarna í baksýn…

…gamalt og nýtt í bland…

…kökuna fallegu fékk ég bara beint úr borðinu hjá 17 sortum, þannig að hún var ekkert sérpöntuð eða neitt…

…og ég setti síðan bara smá brjóstsykur og súkkulaði ofan á hana…

…ásamt einu svona keramik-jólatré úr Rúmfó

…en ég var ekkert smá ánægð með að finna þessa brúnu sleikjóstafi í Tiger – fannst þeir gera svo mikið og held að það sé æði að hræra í kakóbollanum með þeim…

…þessi fallegu jólatré fékk ég síðan í Blómaval

…og diskamotturnar og servétturnar eru úr Rúmfó.  Gömlu Juleaften-diskarnir eru frá mömmu og pabba, en þeir fást t.d. á antíkmarkaðinum hjá henni Kristbjörgu á Akranesi (sjá hér) – og eins fékk ég fallega Bing & Gröndahl kaffistellið mitt hjá henni…

…á miðju borðinu liggja svo thuju-greinar sem ég fékk í Blómaval, súper einfalt að leggja þær bara svona eftir miðjunni eða þar sem hentar…

…það er líka alveg óhætt að kaupa strax greni og þær greinar sem þið ætlið að nota til þess að skreyta með, bara geyma þær fyrir utan og þannig haldast þær vel…

…eins fékk ég tréplattana í Blómaval, og þeir eru snilld til þess að hækka upp það sem maður vill hækka upp…

Hér urðu þeir að hálfgerðum kökudisk og sömuleiðis til þess að hækka annað jólatréð upp…

…trén eru nefnilega jafn há, og mér fannst fallegra að hækka annað örlítið…

…þessir bollar eru bara svo endalaust fallegir.  Það er líka ótrúlega sniðugt fyrir þá sem eru að reyna að endurvinna og minnka það að kaupa stöðugt nýtt, þá má kaupa gamalt og fallegt, eins og þessir bollar og styttur og annað slíkt.  Gömul, tímalaus klassík sem á það skilið að vera notuð og notið…

…svo er bara að setja eitt og annað smálegt með, lítil batterýssería, lítill bíll og tréstjörnur…

…þannig var þetta litla kaffi/kakóboð í dag!

…vona að þið eigið notanlegan laugardag í vændum, það er mikið að gera – mikil umferð – þannig að farið varlega og rólega, og bara umfram allt – reynið að njóta! ♥♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *