…og þá á ég við í fleirtölu! Maður fer ekki bara einu sinni í Target. Neineinei, þetta er svona einu sinni smakkað-þú getur ekki hætt-dæmi. Það er nefnilega næstum ólöglegt hversu skemmtilegt mér finnst að heimsækja þessar búðir!
Þessi fannst mér æði – lítil aðventuhilla…
…jólasokkarnir eru klassík en ég var ekki viss með þennan “hval”…
…það er svo ótrúlegt úrval af jólaskrauti þarna…
…sérlega mikið af bílunum sem voru að heilla mig…
…nóg af burstatrjám í öllum stærðum…
…og fyrir krakkana eru til næstum hver einasta teiknimyndapersóna sem gæti verið í uppáhaldi…
…en að þessu sinni hljóp ég nánast í gegnum Target-ið þar til í komst hingað!
Húrra loksins! Eftir rúmt ár síðan þau fóru að selja línuna sína í Target, fékk ég að sjá Hearth and Hand with Magnolia, sem er línan frá Joanna og Chip Gaines…
…húrra!
…þó að margt væri búið – þá var alveg hellingur til af fallegu…
…ég fékk mér t.d. sokkinn þarna í miðjunni, en sé svo eftir að hafa ekki fengið mér þennan bláa við hliðina, eða í það minnsta tvo af þessum hvítu…
…svo fallegt aðventudagatal…
…geggjaður bakki…
…mikið af flottum vösum…
…og það voru ansi mörg ilmkerti sem að ilmuðu dásamlega…
…svo fallegur gervi eucalyptuskrans, sem væri fallegur allt árið um kring…
…og æðisleg súputarína…
…sérvéttuhringir…
…þessir diskar með trjánum voru svo æææææði, en þeir voru minni en desertdiskar, þannig að mér fannst þeir of litlir…
…þessi svæði eru líka virkilega fallega upp sett – enda bjóst ég ekki við öðru…
…dúkkuhúsið sem sést þarna neðst var alveg draumur…
…svo ef við færum okkur frá Gaines hjónunum, þá fannst mér þessir púðar báðir æði – því meira sem ég horfi á þá, því meira sé ég eftir að hafa ekki keypt þá…
…og þarna er alltaf hægt að finna marga fallega púða í þeim lit sem þig langar í, auðvelt að breyta til…
…æðisleg kerti…
…og fyrir konuna með jólatrjáblætið, þá var þetta tré alveg draumur…
….úúúúúú…
…það er svo gaman að sjá alltaf svona línur, þið vitið hægt að finna hlutina sem passa saman á sama stað…
…alveg fullt af geggjuðum löberum…
…og diskar sem myndu gera jólaborðið skemmtilegt…
…svo mikið af flottum kökukrukkum…
…ég setti þessar í körfuna mína í hvert sinn sem við fórum í búðina…
…lampar, svo mikið af lömpum…
…þessir í neðstu hillunni voru sérstaklega að heilla…
…þessi þó sér í lagi…
…alls konar klukkur fyrir krakkana…
…og þessir lampar – ohhhh…
…sömuleiðis æðislegir þessir hér…
…yndisleg himnasæng…
…og bara allt sem þarf til þess að gera barnaherbergið fallegt…
…þessi, ég var líka næstum því búin að skella honum í körfuna…
…og nóg var það sem fylgdi okkur heim 🙂
…hér er brot af mínu uppáhalds góssi…
…næsta Target – meira af Heath and Home…
…glerkúplarnir voru dásemd…
…eins motelið, vírkarfan, kökukeflið, vigtin – æji bara allt saman…
…ein enn að reyna að sannfæra sjálfa sig að kaupa ekki þessa…
…ótrúlega sniðugt til þess að gera smákökur…
…flöskuvasar og aðventubox…
…þessi hérna var að heilla mig – hefði verið æðislegur inn til dótturinnar…
…langar alltaf í Kitchen Aid í fallegum lit…
…gjafapokar sem eru æææði…
…og þó myndin sé aðeins úr fókus, þá sjáið þið alla jólasokkahaldarana sem til eru! Af hverju er ekki til meira af svona hérna heima?
…alla veganna og endalaust – ég elska Target ♥
…ef þið viljið svo skoða hvað kom með mér heim – þá er sá póstur hér (smella)…
…knús til þín og njóttu dagsins! ♥ ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥
Greinilega geggjuð búð! 🙂
Oh my – ætli það sé laust pláss með Icelandair í dag :O
Þú gætir boðið upp á stuttar skemmtiferðir, ég kæmi