…ég er ekkert rosalega vel að mér í svona landbúnaðarmálum, eða hvað maður ætti að kalla það, en er ekki alltaf sagt að þegar ein kýrin pissar þá pissa þær allar? En eins og “allir” hafa tekið eftir, þá eru “allir” að gera svona flauelis/velúrkransa. Nú ég var búin að sjá þá svo lengi að mér varð mál 🙂
Ég átti kransinn úti í skúr, 40cm að mig minnir, og svo keypti ég velourefnið í Rúmfó…
…ég klippti það aðeins niður, en það fór furðu lítið í þetta. Vafði síðan renninginum utan um kransinn rétt sí svona…
…þið sjáið að hann er aðeins mjórri að ofan, en þar kemur skrautið og ég setti því aðeins þynnra lag af efninu…
…síðan lagðist ég í smá borðapælingar. Þessi efsti er gamall, þessir þrír í miðið eru frá Pier og sá neðsti frá Rúmfó…
…þetta voru miklar og djúpar pælingar…
…vandasamt verk að velja úr nefnilega…
…þar sem þetta var sérleg skyndiákvörðun, þá ákvað ég að nota bara gervigreinar sem ég átti hérna heima. Bland í poka frá Blómaval, Ikea og Pier. Molinn sá alfarið um gæðaeftirlitið og fannst þetta frekar ómerkilegt…
…ég átti síðan stjörnurnar hérna heima, en ég held svei mér þá að þær séu allar frá Rúmfó…
…Molinn litli…
…en útkoman var bara skemmtileg…
…ótrúlega einfalt og gaman að gera þetta, tekur stutta stund og hægt að týna til ýmislegt smálegt af skrauti sem gæti verið til á hverju heimili. Þetta gæti verið stærri slaufa, könglar, kúlur eða bara hvað sem þér dettur í hug…
…jæja, þá er maður búin að létta þessu af sér 😉
Njótið dagsins elskuleg ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥
Rétt með “landbúnaðarmálin” 😉 Þegar ein kýrin mígur er annarri mál, get sýnt þér þetta í action við tækifæri 😛
Gordjöss krans hjá þér eins og við mátti búast 🙂
Kv. kúabóndinn 😉
Ég beið sko bara eftir að þú myndir kommenta 😀
Sæl Soffía, hvar er hægt að kaupa svona krans? Mér finnst þetta mjög skemmtilegt verkefni sem mig langar til að prófa 😊.
Takk! Kær kveðja, Rodica
Soffía veist þú hvar hægt er að kaupa krans sem er búinn til úr trjágreinum?
Nei ekki sem ég veit um en dettur í hug bara 4 árstíðir eða hreinlega tala við Blómaskreytingadeildina í Landbúnaðarháskólanum.