Skreytingarkvöld í Blómavali…

…um daginn tók ég þátt í skreytingarkvöldi Blómavals í annað sinn (sjá hér – smella)

…ég ákvað því að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég tók þarna um kvöldið.  Ég var t.d. sérlega skotin í þessum hérna trjám, þau eru æði…

…mér finnst alltaf jafn öðruvísi að skreyta furutré, en ákvað að setja bara stórar hvítar stjörnur og fannst það koma vel út…

…ég tók líka svona járntré, og ég víraði bara einfaldar greinar á það, svona til þess að gera smá stemmingu….

…síðan gerði ég súper einfaldar skreytingar í svartar skálar…

…þetta er barasta kerti, mosi, þykkblöðungar og snjór.  Stundum þarf ekki meira…

…annað sem ég var að skreyta og “leika” mér með þetta kvöld voru svona ljósaskreytingar, eins og t.d. þetta hjarta…

…en ég tók bara einfalda könglalengju og vafði henni bara utan um, þurfti ekkert annað og við vorum komin með könglaljósahjarta…

…eins setti ég smá eucalyptusgreinar á svona ljósastjörnu…

…svo sjáið þið þarna ljósahjarta með eucalyptus, og hringkrans sem ég bætti við smá af greinum grænum og borða…

…ljósahjarta…

…kransinn…

…og stjarna sem fékk smá grænar greinar – þetta er svo einfalt en fallegt…

…tveir litlir vasar, fengu lítil hús, smá mosa, afklippur af greinum og smá snjó – lítið jólaland…

…svo eru hérna nokkrar skreytingar frá hinum frábæru blómaskreytunum.  Fallegur aðventukrans…

…svo dásamlega fallegir svona ferskir kransar…

…nei sko, þarna er arininn “minn” 🙂

…fallegir hnotubrjótar…

…dásamlegir litlir bílar til að hengja á tréð…

…sjáið einn þarna á litla trénu…

…geggjaðir hurðakransar…

…þessi var uppáhalds, en þarna var búið að saga í sundir nokkra köngla og nota þá hálfa!

…alltaf nóg til af fallegu í blómaval, og mæli hiklaust með að fara og næla sér í fallegar greinar og slíkt fyrir jólin! Enda getur það tekið einfaldasta hlut upp á “hærra plan” 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *