Aðventu-, skreytinga- og tilboðskvöld Blómavals…

…verður í kvöld.  Þetta er í raun ný útgáfa af Skreytingakvöldunum sem að hafa verið haldin í mörg herrans ár og ég er mjög spennt og kát að fá að taka þátt í þessu í kvöld.  Við verðum þarna nokkrir skreytar og ætlum að gera alls konar jólaskreytingar, og svara spurningum og aðstoða ykkur sem mætið á svæðið, auk þess sem það verða afslættir og alls konar sniðugt…
Image may contain: 7 people, people smiling, people sitting
Texti frá Blómaval:
Aðventu og skreytingakvöld Blómavals í Skútuvogi er sannkölluð jólaupplifun en jafnframt geggjað afsláttarkvöld. Skreytingameistarar okkar ásamt gestum sýna allt það nýjasta í jólaskreytingum, spennandi vörukynningar, veitingar, tónlist og dúndrandi jólastemning. Sérstakir gestir í ár verða Soffía Dögg hjá Skreytum hús og Bryndís kennari í blómaskreytingum. Veislustjóri verður Kristinn Einarsson. Þetta er einstakt kvöld sem þú mátt ekki missa af. 

Blómaval í Skútuvogi hefur aldrei boðið upp á meira úrval af fallegri jólavöru eins og í ár – sjón er sögu ríkari!
Smella hér til þess að skrá sig á viðburðinn!
Mér fannst því kjörið að sýna ykkur nokkrar myndir frá Blómaval sem ég tók í gær og sýnir svona brot af því fallega sem til er…

…sérlega mikið magn af fallegum gervigrenishurðakrönsum…

…smá glimmer í þeim sem heillar mig alltaf…

…dásamlegur með könglum…

…dásamleg gyllt burstatré…

…ótrúlega glæsilegur þessi…

…og yfir höfuð allar Raz-vörurnar…

…auðvitað líka í silfri…

…og brúnt og rautt er svo fallegt saman og svo smá greni með…

…þessir eru hrein dásemd…

…kátir sveinar…

…og svo ótrúlega fallegt mjó gervitré, alveg geggjuð…

…alltaf svo fallega uppstillt…

…og nóg af kúlum til þess að föndra hvað sem er…

…gyllta línan…

…önnur týpa af burstatrjám sem heillaði…

…og svo smá bland í poka…

…allt fyrir litlu jólaþorpin…

…geggjaðir pottar á fæti og svo jólabreytipúðar!

…mér fannst þessir sérlega krúttaðir, svona fyrir jólasveinana til að setja í…

…ef þið viljið skoða myndir frá því í fyrra – þá er hægt að smella hérna!
Annars er ég bara ótrúlega spennt að sjá ykkur sem flestar í kvöld ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *