…ég rakst á svo ótrúlega einfalt, en svo fallegt aðventudagatal á netinu. Þetta er eitthvað sem allir ættu að geta gert, og líka sniðið auðveldlega að eigin smekk…
…í þetta þarf einfaldlega 24 kassa í þeim stærðum sem henta fyrir gjafirnar, svo er það bara málning/efni til þess að gera snjóinn/klaka ofan á. Litlar fígurur, fást t.d. í Rúmfó eða Blómaval, og dásamlegu burstatrén…
…svo er það bara að skreyta og leika sér með þetta að vild…
…það væri líka einfalt að nota bara fígúrur, t.d. Legokalla úr svona Lego-dagatölum…
…hér er búið að gera skautasvell…
…og brekkur það sem kassinn er í halla…
…ég er mjög skotin ♥
Photos and copyright via Dekotopia.net
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥
Þetta er snilld 🙂 Gerir það erfiðara að giska hvað er í kössunum 🙂
Þetta er geggjað! Nú er bara að finna sér tíma fyrir 1. desember til að græja þetta! hahaha