…jæja, þá er búið að halda fyrsta “opinbera” SkreytumHús-kvöldið í Rúmfatalagerinum á Akureyri!
Þetta var, í einu orði sagt, FRÁBÆRT!
…Ívar fór með sínu teymi á miðvikudegi og þau gerðu allt reddí, ásamt starfsfólkinu á Akureyri auðvitað…
…ég flaug svo norður kl 7 á fimmtudagsmorgni, og svo var bara skreytt skreytt og skreytt…
…raðað í hillur…
…þetta fannst mér svo krúttað, sá þetta fyrir mér í jólagjafir handa ömmu og afa frá barnabörnum, gefa þeim dósirnar með smákökum og styttukrúttin með…
…elska svona jólabíla til skreytinga, og púðinn er bara sætur…
…æðislegir pottar á fæti…
…hnettirnir voru enn til á Akureyri…
…svo setti ég upp smá borðstofupláss…
…hvítt og bleikt og silfur – dass af glamúr í því…
…einföld bakka skreyting sem tekur ca mínútu að útbúa…
…og gaman að blanda kertastjökum. En trén eru alveg möst með, þau gefa svo mikinn hlýleika, viðurinn er það sem þarf þarna með…
…svo verður alltaf smá jólakraftaverk við að kveikja á kertunum…
…ísbirnirnir leika sér…
…og við erum tilbúin að telja niður í aðventuna…
…að raða luktum saman er fallegt, bæði inni og úti…
…þarna vorum við Ívar reddí, og bara biðum eftir að hleypa inn…
…bambarnir spenntir líka…
…og svo bara fylltist búðin…
…og ég meina sko þvílíkur fjöldi…
…við gáfum nokkra gjafapoka af handahófi, sem var dásamlegt…
…og ég hef fengið þónokkur svona skilaboð…
…og hvað get ég sagt ykkur, ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta geggjaða tækifæri að vera með SkreytumHús-kvöld fyrir norðan. Takk fyrir það til Rúmfó, og auðvitað Ívars og alls hans liðs (þið vitið hver þið eruð ♥ ). Ég er þakklát fyrir þetta frábæra samstarf sem ég á með Rúmfó, og allt sem því hefur fylgt, vinátta við frábært fólk, og Ívar, hann er auðvitað bara einstakur og var algjörlega upphafsmaðurinn að þessu samstarfi okkar!
Svo eruð það þið fyrir norðan. Ég vissi svo sem ekki hverju við ættum von á – hélt kannski bara að þetta yrði rólegt kvöld, en herra minn trúr. Ég held að það hafi verið að minnsta kosti 500manns þarna inni, og fjöldinn sem kom til mín til að spjalla, til þess að bjóða mig velkomna – ég bara átti varla orð. Takk fyrir að taka svona vel á móti mér, á móti okkur, fyrir að gefa okkur tíma ykkar og ég vona bara að þetta hafi staðið undir væntingum ♥
Sem sagt, það sem ég vildi sagt hafa, er takk, takk og jú, auðvitað takk!
Ég vart mikið fleiri orð, en ég er með hjartað fullt af þakklæti og auðmýkt!
Ég endurtek það sem ég sagði eftir SkreytumHús-kvöldið á Bíldshöfðanum, því að það á enn við – og þetta er til ykkar allra:
Svo vil ég þakka kærlega fyrir mig, fyrir komuna, fyrir stuðninginn, fyrir elskulegheitin og fyrir að hjálpa mér við að vinna við ástríðuna mína! Þetta er ekki sjálfgefið, þetta var sjálfboðavinna fyrstu 4-5 árin, og ég er bara endalaust þakklát fyrir það sem ég hef – þakklát fyrir ykkur ❤
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Það vantar svona hjartatakka með like takkanum. Stundum er like nefnilega ekki nóg. ❤ En ég er ekki hissa á því að fólk fjölmenni á viðburði þar sem þú ert involveruð (var ekki dagur íslenskrar tungu í gær?). Þú ert svo frábær og gefur svo mikið af þér að það sést langar leiðir.
Takk fyrir að koma til Akureyrar. Sjálf var ég erlendis og komst því ekki, en þykir vænt um að sjá að þú sinnir líka landsbyggðinni á þennan hátt. Þú átt örugglega lúmskt marga fylgjendur í norðrinu.
ohh mér finnst svo frábært að þið hafið komið norður, vel gert