…það er nokkrar spurningar sem ég svara aftur og aftur, bæði í skilaboðum á snappinu og Instagram og auðvitað hér inni líka. Er að spá í að svara bara þessum helstu öllum í einum pósti, svona til þess að svara sem flestum í einu!
Vinsamlegast athugið að þau fyrirtæki sem eru feitletruð eru þau sem ég er/hef verið í samstarfi við, en þessi póstur er ekki kostaður!
Eru þetta alvöru blóm?
Já þetta eru alvöru hortensíur, ca 2 ja ára gamlar. Þær eru einfaldlega þurrkaðar. Til þess að þurrka þær er gott að leyfa þeim að standa bara í vatni og klára að blómstra, svo þegar þú sér að þær eru farnar að þorna, þá hellir þú vatninu af þeim. Eins er fínt að hafa þær í vasa sem veitir stuðning við hausinn á þeim.
****
Hvaða litur er á alrýminu?
Alrýmið, eldhúsið – gangur og stofa er málað í sama litinum, Draumgrár frá Slippfélaginu. En þetta er einn af SkreytumHús-litunum.
****
Hvaðan er glerkrukkurnar?
Krukkurnar eru héðan og þaðan. Enda byrjaði ég að safna þeim ca 2011. Þessi stóra með Cheerios-inu var keypt í Húsasmiðjunni 2011, þessi tvær háu og mjóu eru frá Borð fyrir tvo. Síðan hef ég keypt t.d. í Rúmfó (sjá hér) og svo fæst hellingur í Seimei.is (sjá hér).
****
Hvaðan er hringspegillinn?
Þetta er stóri hringspegill frá Esja Dekor, frá merkinu Umbra (sjá hér).
****
Hvaðan er kransinn og reglustikan?
Báðir þessir hlutir eru frá BarrLiving.is.
****
Hvaðan eru hvítu gardínurnar í alrýminu?
Gardínurnar þunnu hvítu eru frá Rúmfó og heita Marisko, sjá hér. Þær eru með smá svona línum/mynstri í, en ekkert sem er of áberandi. Ég er jafn ánægð með þær ennþá.
****
Hvaðan er hillan í stofunni?
Þetta er Vittsjö hilla frá Ikea, sem að við breyttum og aðlöguðum að okkar stíl. Þið getið skoðað nánar hér (smella)!
****
Hvaðan er hillurnar í eldhúsinu?
Sú hærri er frá Maison du Monde á Spáni, en sú langa er frá Tekk.
****
Hvaðan er sófasettið í stofunni?
Sófasettið er frá Ikea og heitir Stocksund. Legubekkurinn er því miður ekki lengur í framleiðslu.
****
Hvaðan er blómavasinn á stofuborðinu?
Vasinn heitir Flora og fæst í Módern.is, sjá hér (smella)…
****
Hér er búið að stikla á stóru og svara þeim algengustu spurningum sem ég mundi eftir. Ef þið eruð með fleiri spurningar, endilega skellið þeim hérna í komment og ég skal svara eftir bestu getu
Sæl Soffía. Mér datt í hug að spyrja þig hvort þú lumaðir á hugmyndum hvernig hægt sé að hengja upp jólaóróa í stofuglugga þar sem engin gardínustöng er til staðar, einungis strimlagluggatjöld. Einnig er spurning hvort þú sért með ráð hvernig hægt sé að hengja upp jólakrans á útihurð án þess að negla nagla í hurðina.
Með kveðju
Sigursteina