Sunnudags…

…smávegis rólegheit á sunnudegi, svona áður en jólavertíðin tekur allt yfir…

…ég fann texta á blogginu sem ég skrifaði fyrir nokkru:
“Rétt eins og bloggið er allt saman, þá er þetta á persónulegu nótunum. Ég er ekki að reyna/vilja vera einhver ofurtrendí súperskvísa, enda fell ég seint i þann flokkinn. Það sem mig langar að gera hér, eins og ég hef gert síðastliðin 8 ár, er að hvetja ykkur áfram í að finna ykkar eigin stíl. Í að segja ykkur að það eru ekki merkin sem að skipta höfuðmáli, heldur er það hvernig ykkur líkar hluturinn, hvaða tilfinningu er hann að kalla fram hjá ykkur? Reynum að finna okkar eigi takt, og þegar hann finnst, þá er bara svo mikið einfaldara að dansa og hafa gaman.”

…og ég verð að segja að ég er enn á alveg sama máli…

…ég held áfram á sömu braut.  Ég er t.d alltaf að heillast af gömlum munum, eins og t.d. ísbjörnunum mínum.  Svo sjáið þið líka listaverk eftir krakkana í sömu hillu…

…gamla ritvélin mín er enn einn af uppáhaldshlutunum mínum…

…og hér er arininn einfaldur, en að mínu mati ósköp fallegur…

…sér í lagi er ég alltaf hrifin af glerboxunum, þá stærra fékkst í Rúmfó – hérna einu sinni – en það minna fékkst í Púkó og smart…

…og í glerboxinu er líka einn af “nýrri” gömlu munum mínum, en þetta fékk ég á antíkmarkaðinum hennar Kristbjargar (sjá hér)

…antíkmarkaðurinn hennar Kristbjargar á Heiðarbraut 33  og er almennt opið um helgar og á frídögum frá 13-17 – ef þið viljið fylgja henni á Facebook og sjá myndir sem hún setur inn um hverja helgi, þá er það hér (smella)

…vasinn minn er líka uppáhalds, en hann kemur frá mömmu og pabba, og er sennilega um 50 ára gamall…

…og þarna í baksýn sést í plattana mína, sem ég fékk einmitt hjá Kristbjörgu…

…en ég fékk um daginn loksins þann seinasta sem mig vantaði, og er því kommin með alla 12…

…er ótrúlega glöð að vera komin með alla ástarsöguna upp á vegg – getið lesið meira um það hérna (smella)

…og ykkur að segja þá held ég að hún sé með besta verðið á plöttunum, en þeir kosta að mig minnir 1500kr stk…

…svo verð ég að þakka kærlega fyrir stórkostleg viðbrögð við póstinum í gær, vá hvað það var skemmtilegt að fá svona mikið að heyra frá ykkur♥

…annars langar mig mest að vera löt í dag, og fara að fordæmi Molans og eyða deginum í bólinu!

Vona að þið eigið yndislegan sunnudag, og munið að það eruð þið sem þurfið að ákveða hvað ykkur langar mest að hafa í kringum ykkur ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *