…og að því tilefni myndaði ég nokkrar vörur og setti upp, svona til þess að hita upp fyrir kvöldið. En þetta er haldið í Rúmfó á Bíldshöfða 20 og er frá kl 20-22. Það verða afslættir af vöruflokkum, eins og t.d. jólavörunum og svo er sérstakar vörur sem ég valdi og verða þær á 30-50% afslætti, þannig að þetta verður sko almennilegt ♥
Fyrst af öllu, þá er hér einfaldur fallegur gullbakki og stjakar. Svo er það blessaður jólasnjórinn í poka…
…og stundum þarf bara ekkert meir!
…en það má alltaf leika sér smá, og við bætum við litlu jólatré og hreindýri…
…og smá batterýsseríu – takið eftir Molanum í baksýn 😉
…löberinn finnst mér líka æðislegur, en hann er með svona glitrandi silfri í…
…síðan voru að koma þessir æðislegu hnettir…
…og það má meira segja nýta þá í svona…
…annar flottur löber…
…og nokkur tré og hreindýr og þú ert komin með lítið ævintýri…
…mér finnst þessir vinir yndislegir…
…mjög svo skandinavískur og fallegur löber…
…er líka ótrúleg hrifin af þessum stjökum, aftur þessi einfaldleiki og gaman að leika sér með þá…
…ef maður “þarf” að eiga eitthvað fyrir jólaskreytingar – þá er það svona burstatré og snjórinn…
…bara snjórinn gerir svo mikið, svo ekki sé minnst á þegar trén bætast við…
…og kannski einn ísbjörn…
…nú eða tveir…
…mitt uppáhalds, jólasnjór og krukkur – jólatré og lítið hús. Svo sjáið þið töfrana sem verða þegar að serían kemur líka…
…svo má nota svæðið í kringum krukkuna líka…
…og meira af skógardýrum og ævintýrum…
…þessi hreindýr með smádýrum eru dásemd…
…þessir hvítu stjakar finnst mér líka geggjaðir, svo stílhreinir og fallegir…
…og þeir eru líka fallegir á smá jólalöber með litlum rauðum krúttbíl, skreyttum ljósum og jólatré á toppinum…
…og svo er auðvitað svo margt, margt fleira sem þið sjáið í kvöld.
Endilega smellið hérna og skráið ykkur á viðburðinn:
SkreytumHús-kvöld í Rúmfó Bíldshöfða!
Ég er svo spennt yfir kvöldinu og get ekki beðið eftir að sjá ykkur sem flest!
*knúz*
Soffia
Algjörlega gordjöss en samt svo einfalt 🙂 Kemst því miður ekki í kvöld, er alveg búin eftir gærdaginn 🙁 Skemmtu þér sem allra best í kvöld mín kæra, þetta verður örugglega hrikalega gaman 🙂
Svo fallegt, fallegt! Hreindýrin og smádýrin saman svo flott, svo mikil vinátta <3 Takk fyrir að deila !
já fallegt allt þetta skraut en ég fór í rúmfó á Ak í gær og það eina sem ég fann var þessi stálgyllti bakki og stjakarnir á honum 🙁 mig langaði svo að finna hvítastjakan með græna trénu … kanski er það bara fínnt að það var ekki til 🙂 Ég keypti mér kerti bæði dagatals og aðventukerti. Góða helgi.
ps ég er alltaf að reyna ýta á liketakkann en það kemur upp error hjá mér 🙁 sniff.