…ég veit ekki en mér finnst haustið hafa liðið afskaplega hratt, og það ekki hægt að neita því að veturinn er bara kominn. Suma daga er eins og það birti ekki neitt, en aðra þá er sólin lágt á lofti og langir skuggar myndast þegar hún skín inn…
…mér finnst alltaf jafn gaman að fylgjast með þessum skuggaleik og sjá hvernig hlutirnir breytast í mismunandi ljósi…
…Molinn virðist hafa sannfært sjálfan sig um að hann sé köttur og eyðir tíma sitjandi uppi á borði og starir út á meðan ég vinn í tölvunni…
…auðvitað get ég sjálfri mér um kennt, það er ég sem leyfi honum þetta…
…en því er ekki að neita að félagsskapurinn er góður og mér líkar bara vel að hafa litla vin minn hjá mér…
…allt í einu eru bleikir tónar farnir að læðast hingað inn, en bara þessir mildu, mjúku og þægilegu…
…meira segja inni í stofu – og það er nú ekki á hverjum degi sem það gerist…
…mér finnst líka alltaf gaman að vera með púða sem ég get “leikið” mér með á milli herbergja. Vegna þess að ég er með svona álíka tóna inni í flestum rýmum, þá þýðir það líka að maður getur auðveldlega flutt hlutina á milli og gefið þeim svona “nýtt líf” – eins og þegar éh m…
…og ég kann reyndar vel við að vera með smá svona bleikt inn á milli í stofunni…
…en það sem skiptir líka alltaf máli í öllu svona heimilistengdu, og nú ætla ég að segja það enn og aftur – afsakið mig! En það sem skiptir máli er að vera með það manni finnst fallegt sjálfum, burtséð frá því hvað tískur og trend eru að segja þér að gera. Hér sjáið þið til dæmis hinn alræmda gull Omaggio-vasa, sem gerði allt vitlaust á sínum tíma. Mér persónulega finnst minn æðislegur og ég hef ekki tekið hann niður síðan ég fékk mér hann. Mér finnst hann líka vera í svo góðri stærð fyrir flesta vendi (20cm hár) og svo þegar ég er ekki með fersk blóm þá set ég bara lítið gerviblóm ofan í hann. Ég er líka jafn ótrúlega ánægð með þessa einföldu gylltu kertastjaka sem standa fyrir framan hann. Finnst þeir vera svo flottir og smellpassa með. En kertastjakarnir kostuðu hins vegar bara 299kr stk í Rúmfó…
…mér finnst það nefnilega jafn kjánalegt að vilja ekki eitthvað af því að “aðrir eiga svoleiðis” eða af því að hluturinn er vinsæll. Ef þér finnst eitthvað fallegt þá finnst þér það fallegt, ef það er fallegt í þínum augum þá veitir það þér vissa gleði og þá er tilganginum náð. Við ættum bara að vera með hluti í kringum okkur sem gleðja og vekja upp góðar tilfinningar…
…svo fannst mér stórskemmtilegt að vera með körfu fyrir teppi og púða sem er með sama randamynstrinu…
…eins datt ég inn á nytjamarkað um daginn og fann þessa tvo diska hérna, sem þessi skógardýr passa. Íkorni og ugla sem eru á vaktinni…
…og ég stenst auðvitað ekki skógardýrin og fannst þetta kjörið fyrir vetrarkertin…
…hér sjáið þið svipinn á Mola einn morguninn þegar ég sagði honum að við værum að fá næturgest í heila viku…
…en hundurinn Zorro er búinn að vera hérna síðan seinasta föstudag. Þeir eru nánast jafn gamlir þessir tveir og hafa hingað til ekki verið of miklir mátar…
…en Moli hefur almennt verið gestrisinn og tilbúinn að deila öllu sínu…
…og þeir eru bara búnir að vera fínir saman 🙂
…Moli hefur líka fullnýtt heimaréttinn og kemur sér fyrir á ýmsum stöðum sem hann veit að hinn fylgir honum ekki eftir…
…svo er líka alltaf gott að segja það sem maður er þakklátur fyrir, og ég er afskaplega þakklát fyrir litla Molann okkar…
…svo er ég líka afskaplega þakklát fyrir þig sem kíkir í heimsókn hingað inn til mín og lest ♥ Mér finnst það allt ekki sjálfgefið og ég geri mitt besta að hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa í hverjum pósti, hvort sem það er svona lítill og einfaldur póstur eins og í dag, innlit í verslun eða eitthvað svaka fyrir og eftir.
Eflaust er þetta misspennandi fyrir ykkur öll, eins og við er að búast, en ég er bara ein að þessu og legg mig alltaf fram við að reyna að gefa af mér til ykkar.
Svo er bara að vonast til að það komist til skila og að fáið eitthvað út úr þessu líka!
En enn og aftur takk, eigið yndislega helgi og knúsar ♥
Góða helgi og takk fyrir enn einn dásemdar “pistilinn” ❤️
Alltaf gaman að kíkja í “heimsókn” á bloggið þitt…maður fær svona vellíðunartilfinningu við að lesa það ❤ Hlakka til að lesa fleiri pósta 😊
Ljúf og góð lesning yfir kaffibollanum á laugardagsmorgni. Eigðu góða helgi hæfileikaríka kona 🌸
Þessir póstar ylja manni svo indælt að lesa þá 👍
Alltaf jafn gaman og gott að lesa póstana þína með morgunsopanum,njóttu sem best um helgina.Birgitta.
Yndislegt að koma her inn , get endalaust skoðað her og fer fram og tilbaka i gamla posta lika…þu ert svo hæfileikarik og heimilið þitt svo fallegt og romantiskt..takk fyrir, og ljufa helgi.