…rúmteppakrísa er skollin á! Háalvarlegt tímabil sem krefst mikils af manni 🙂
Ég er reyndar með æðislegt rúmteppi frá Dorma, sem ég er mjög ánægð með – en sko, þannig er málið að við eigum hann Mola. Hann stundar það að stökkvar upp í rúmið og spóla þar, og er búinn að ná að draga til í teppinu. Þá er ég ekki glöð Mola”mamma”.
Því var ég farin að líta í kringum mig eftir teppi. Svo var svo mikið planið að ná í mýkt mýkt mýkt inn í herbergið, og því eru velúr teppi búin að vera á listanum.
Hann Ívar vinur minn í Rúmfó var svo indæll að lána mér nokkur rúmteppi að máta, enda er hellingur af nýju góssi að detta inn, og ég ákvað því bara að gera póst úr þessu. Að sýna ykkur hitt og þetta og þá er séns að þið finnið kannski einmitt draumateppið.
Þessi póstur er því unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn.
Fyrstu teppin eru því þessi hérna tvo – Aliana (smella).
Ég vissi reyndar alltaf að líkurnar á að ég myndi velja bleikt teppi á rúmið okkar væru mjög svo litlar, en engu síður þá var ég forvitin að skoða þessi…
…teppið er samt sem áður virkilega fallegt – og ég held að í einhverju öðru herbergi gæti það orðið hreint pörfekt.
Rúmið okkar 180cm á breidd, og ég tók miðjustærðina á teppinu (koma í þremur stærðum) sem er 250×260. Það reyndist vera mjög passlegt á okkar rúm…
…teppið er svo fallegt við hvítu púðana, og ég held að það yrði ótrúlega fallegt í t.d. hvítu herbergi.
Púðarnir heita Pil (smella)…
…sökudólgurinn sem neyddi mig í teppaleiðangur…
…yfir í næsta – Aliana í gráu (smella)…
…það er smá svona glans/gljái á teppinu, en það er svo fallegt. Ég sé það t.d. alveg fyrir mér um jólin með meiri glamúr-púðum…
…mér finnst líka hjá okkur, þar sem að veggirnir eru auðvitað mattir, og allt svona í möttu. Þá gefur glans skemmtilegan contrast á móti…
…flottur með nýju skápunum…
…og svo þegar ég setti fööööl gammelrose púðana ofan á, þá opnuðust himnarnir og litlir básúnuenglar hófu upp raust sína…
…falalalallegt!
Púðarnir eru líka frá Rúmfó og heita:
Kugleask, kringlóttur – smella hér!
Velvet púði – smella hér!
…ég er mjög skotin í þessu – þetta er á á listanum yfir örugg maybe! ♥
…þegar ég var að sýna teppin hér fyrir ofan, þá fékk ég fjöldann allan af fyrirspurnum um hvort að ekki væri til flott svört teppi. Svarið er jú, þetta hér heitir Alexey (smella) og kemur í tveimur stærðum, og tveimur litum – svart og grátt…
…mér finnst þetta líka vera mjög töff teppi – en var hins vegar alveg viss um leið að þetta er ekki ég 🙂
…ein af ástæðunum er aftur hann Moli, en hundahárin sjást mjög vel á svona svörtu, og ég reyni alltaf að gera mér lífið auðveldara, svona þrifalega séð, ef ég get…
…eins með svona bleiku, þá er þetta æði og stærðin var mjög góð á 180cm…
…þetta hér er líka æðislegt. Heitir Skogburkne (smella)...
…kögrið og áferðin eru í uppáhaldi…
…þetta finnst mér mjög svona töff og smá bóhó-fílingur…
…en það var of lítið á rúmið okkar, en samt töff svona til þess að henda yfir – svona óreglulega…
…og virkilega töff áferðin á því…
…svo voru það þessi, Banksia (smella).
…þau eru æææææði! Þetta er svona grágrænt á litinn, eða mosagrátt, eða hvað maður skal segja…
…í það minnsta mjög svona mildur og fallegur litur…
…”vandamálið” hjá mér við þessi, er að rúmið er 180cm og dýnan er 35cm x2 að þykkt = sem gerir saman 250cm. Þannig að þegar sængur eru komnar undir þá er þetta á tæpasta vaði…
…Svo er hérna dökka teppið – sem er í mínum huga alveg fullkomin grár. Það er í það minnsta, en mig langar að prufa að setja grátt lak á rúmið og sjá hvort að ég komist ekki alveg upp með að nota það…
…biðst afökunar á gæðum myndanna en það var svo lítil birta úti…
…þannig að ég stend í að velja á milli þessa hér, og þessa ljósgráa með smá gljáa í.
Ég held áfram að pæla…
Hér er hægt að skoða fyrri pósta um svefnherbergið:
Forsmekkur – smella
Hvað er hvaðan – smella
Bekkur DIY – smella
Svefnherbergisljós DIY – smella
Vona að þið eigið dásamlega helgi – knúsar ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Hlakka til að sjá lokaútkomuna 🙂
Þú ert náttúrulega alltaf best ♥