…ef þið eruð í London yfir helgi – þá verðið þið að fara á Portobello markaðinn. Ég var að fara í fyrsta sinn núna, og hann stóðst algjörlega allar væntingar og meira til.
Portobello í raun margir litlir markaðir, sameinaðir í einn. Laugardagarnir eru “aðaldagarnir”. Ef þú ferð þá skaltu gera ráð fyrir mannmergð og miklum hamagangi – þarna er mikið að gera. Á föstudögum er ávaxta- og grænmetismarkaður líka.
Opnunartíminn er almennt frá 09:00-19:00, nema til 13:00 á þriðjudögum.
Hér er hægt að lesa fínar upplýsingar um Portobello!
…það er í raun stórhættulegt að taka svona myndir á mörkuðum, því að maður er svo vitur eftirá. Eins og til dæmis þessar myndir hérna, sem mig dauðlangar í þegar ég horfi á þær núna…
…nýtt og notað í bland, og hér er spánýjar legghlífar með gömlu sniði…
…þarna var ótrúlega flott búð, stóð á horninu og smekkfull af dóti, frá gólfi og upp í rjáfur…
…þettu voru reyndar flestar eftirlíkingar, en mjög flottar…
…geggjuð geymslubox…
…þessi hurð var reyndar ekki til sölu, en hversu flott er hún!
…awwww…
…aftur vitur eftir á, þessir hefðu verið æðislegir í strákaherbergið og setja svo krukkur ofan í fyrir liti og annað slíkt…
…þvílíkt flott…
…þarna er allt til alls, þvílíku smáatriðin…
…og pínulítil bollastell…
…með flottustu skóhornum sem ég hef séð…
…silfrið flæðir niður úr loftinu 😉
…geggjaðar töskur…
…og hattar…
…of reyndar var bara allt flott þarna inni – en í dýrari kantinum…
…ó já takk…
…litlir handmálaðir tindátar…
…alls konar stimplar…
…þau eru kannski alveg ágæt greyjin, en þetta er ekki alveg fallegasti diskur sem ég hef séð…
…ójeminn ♥
…þetta púðaver var svo mikil snilld að það er ákveðin eftirsjá eftir því…
…og fleiri frægir í hundlíki…
…alls konar töff púðar…
…setjarahillur og allt sem þeim fylgir…
…veggur með skiltum, mörg eftir Banksy…
…svo er líka hægt að finna sitthvað matarkyns þarna…
…sjáið þið hvað þetta er flott!
…og enn meira flott…
…það er bara svo margt fallegt þegar maður horfir í kringum sig…
…heyrðu og já, hér erum við víst líka…
…þessar skeiðar fannst mér stórkostlegar…
…og þetta stell, svo fínlegt mynstrið en samt gróft á sama tíma…
…listaverk á veggjum…
…eiginmaðurinn gerir heiðarlega tilraun til þess að taka “instagram” mynd af mér, en ég er alveg komin með það á hreint að það er bara ekki að ganga…
…fannst töluvert betra að taka bara eina svona…
…svo þegar neðar dregur þá er þetta meira svona eins og fólk sé að selja úr geymslunum, en samt margt virkilega fallegt…
…ég var smá veik fyrir þessum – bambavasi…
…afmælisdiskurinn 1952-2002…
…ég og þessi kona 🙂
…meiri bambar…
…svo ótrúlega flott veggspjöld…
…það eru svo falleg öll götuhornin, svona eins og kilir á bókum – og alls staðar eru tónlistarmenn að spila…
…hortensiur, þrjár fyrir 10pund *dææææs*…
…eftir að hafa gengið götuna alla á enda, þá fórum við sömuleið til baka og ákváðum að stoppa stutt í bakarí…
…enda möst að hvíla aðeins lúin bein og næra sig…
…litríku fallegu hús…
…Beta og bóndinn þegar þau voru ung og fersk…
…við gengum síðan frá Portobello…
…þar sem ég var búin að heyra af krá sem var þarna nærri sem maður má ekki missa af…
…alltaf að muna að kíkja í kringum sig þegar maður er á röltinu…
…og hafið þið séð það fallegra?
Þetta er kráin The Churchill Arms, en hún er staðsett á 119 Kensington Church Street í Notting Hill…
…og þó að það er margt merkilegt að sjá þarna inni, og líka Thailenskur veitingastaður – sem kom á óvart…
…þá er það ekki að jafnast á við það sem úti við er…
…stórkostlega fallegt…
…og algjörlega þess virði að gera sér ferð þarna!
…sem sé, smá samantekt – London er æði, Kylie var geggjuð og ferðin gat bara ekki verið betur heppnuð.
Við erum erum Gaman Ferðum ótrúlega þakklát fyrir þetta stórkostlega tækifæri og upplifun – takktakktakk ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!
Hélt að London væri eitthvað svo óspennandi, en sé núna að ég þarf greinilega að skreppa þangað við tækifæri 🙂
Nú langar mig til London. Vá hvað þú tekur flottar myndir. Notarðu símann eða myndavél?
Ohhh ég mæli svo mikið með London! Ég nota bara myndavélina í Iphone-inum 😉
Guð minn góður ég verð alveg sjúk við að skoða þessar myndir… Maður gæti auðveldlega farið á hausinn við að þræða Portobello 🙂 Ég elska að fara til Notting Hill, gæti eytt mörgum dögum þarna. Takk fyrir þessar myndir, læt þær hugga mig þar til ég kemst þangað næst 🙂