…um daginn fékk ég það verkefni að gera myndaverk fyrir nýju verslun Slippfélagsins í Skútuvogi. Þau eiga nefnilega svo mikið af fallegri myndlist, gömlum ljósmyndum og bara ýmsu sem tengist þessari löngu sögu fyrirtækisins – að það var alveg kjörið að gera stað þar sem hægt var að draga þetta allt saman. Leika sér að hlutunum sem til voru fyrir og gera svolítið lifandi listaverk sem næði yfir allan vegginn. Sem auðvelt væri að breyta og myndi líka vekja athygli og áhuga þeirra sem á staðnum eru…
…það fyrsta sem ég gerði var því að leggja stóru myndirnar á gólfið, og litlu hillurnar sem ég keypti í Rúmfó (sjá hér – smella).
Með því að gera þetta svona var hægt að sjá fyrir sér ca hvernig best væri að raða þessu upp…
…það eru líka margir sem nota dagblöð og líma saman þannig að úr verður flötur jafn stór myndunum og festa það svo á vegginn. En ég treysti mér alveg til þess að ca þetta út…
…það var líka ágætt að setja blómin svona með – til þess að fá tilfinninguna af þessu græna sem myndi lífga aðeins upp á…
…og eins hvernig væri hægt að raða ljósmyndum í hillur (langa hillan er úr Ikea – smella)…
…ef pottarnir stóðu og langt út, þá kramdi ég þá smá saman að ofan og þá pössuðu þeir alveg…
…svo er algjört möst að taka myndir sem þú getur skoðað þegar farið er af stað – þar sem uppröðunin er fljót að gleymast og ruglast þegar byrjað er að festa upp…
…við byrjuðum á stæðstu myndinni, hún var notuð sem nokkurs konar akkeri til þess að “festa” allar hinar myndirnar við…
…og persónulega finnst mér alltaf best að hafa hlutina sem virka þyngstir, svona sjónrænt, neðst þegar maður raðar svona upp á veggi…
…og þegar upp var komið þá endaði þetta svona…
…það er með ólíkindum hvað rými breytist mikið við það að fá eitthvað upp á veggi. Þetta er eins og innspýting af persónuleika…
…ég notaði bækur, ljósmyndir og ýmislegt annað smálegt…
…og þó að það sé alltaf yndislegt að nota lifandi plöntur, þá koma tímar sem það er svo mikið einfaldara að nota bara gervi – eins og hér…
…en þau gera samt svo mikið fyrir rýmið…
…ljósmyndirnar voru festar við vegginn, þannig að þær renni ekki til. Svo er gaman að nota bara gamla nytjahluti, eins og Teakolíuna til skrauts…
…það fyndna var að um leið og þetta var komið upp – þá byrjaði fólk að koma og ná sér í kaffi og stoppa. Stoppa, og skoða og spjalla – það er einmitt það sem við viljum ná fram – bæði á heimilum og á kaffistofunni. Persónuleiki og saga…
…þessar hillur eru líka svo einfaldar en flottar og skemmtilegar…
…en gera svo ótrúlega mikið og hægt að leika sér að uppröðun…
…ég fann litlu gylltu stjakana í Ikea líka, og þeir minntu mig eitthvað svona skipatengt, og gyllti liturinn gefur líka glamúr og hlýleika…
…og það er líka fátt klassískara en svartir myndarammar, þeir eru alveg hreint tímalausir…
…og þeir eru líka svona samtenging á milli flestra myndanna…
…þegar ég deildi myndum af þessu inni á Snappinu þá var endalaust skjáskotið, þannig að mér fannst þetta ágætis efni í póst…
…og svo er líka að muna – það er ekkert rétt eða rangt í svona. Þetta eiga að vera hlutir sem gleðja þig og þína, sem sýna þína sögu eða einhverja sögu sem þú vilt segja…
…liturinn á veggnum er Náttúrulegur frá Frk Fix og er alveg sérlega hlýlegur og fallegur…
…vona að þið eigið yndislegan dag ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Vá hvað þetta er smart og vel heppnað.
Þetta er frábært eins og allt sem þú gerir 🙂
Mjög flott og hlýlegt. Svona kaffistofa ætti að vera í öllum fyrirtækjum.
Mjög flott hjá þér….langar í Ikea að kaupa hillur og plöntur (og kannski “dettur” eitthvað smá jóló niður í körfurnar líka 😛 )
Frábær póstur og gagnleg ráð! Takk 😊
Algjörlega geggjað.
Ert snillingu snillingur mikið breyting 🤩 enn og aftur takk fyrir að deila með okkur 💖🌷🌷🌷
Frábær útkoma, enda smekk manneskja í vinnu hér.
Takk fyrir það kærlega!