…þegar við vorum að taka svefnherbergið okkar í gegn, sjá hér og hér, þá “leyfði” ég fataskápnum okkar alltaf að fara meira og meira í taugarnar á mér. Skápurinn var keyptur þegar að við fluttum hingað inn 2008, og var “eikar” Paxskápur úr Ikea og fyrir hann eru svona stálramma/gler rennihurðar. Þessi mubla hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá mér, heldur meira keyptur af nauðsyn og var hagstæðasta lausnin fyrir þetta rými á sínum tíma. Eikaráferðin fannst mér líka virka illa, þar sem að gólfin eru hvíttuð eik, og mér fannst eikin virka svo gul við gólfið!
En um leið og við fórum að breyta herberginu, þá ákvað ég að láta hugmynd sem ég er búin að ganga lengi með í magnum, verða að veruleika. Ég var alveg ákveðin í að láta filma skápinn. Ég vildi hins vegar ekki reyna að gera þetta sjálf, því ég var nokk viss um að það yrði ekki eins “fínt” og ég vildi að þetta yrði. Annað sem var að pirra mig, var að hurðarnar voru frekar vel gegnsæjar þannig að fötin sjást í gegn, og mér finnst það verða frekar “druslulegt” að sjá 🙂
…þannig að ég fór í að skoða þessa aðila sem eru að filma heilu innréttingarnar, og eftir að skoða hjá mörgum aðilum (sem eru margir að gera flotta hluti), þá hafði ég samband við fyrirtæki sem heitir Hönnun og skart og fékk þau í smá samstarf við mig!
Þau eru með frábær meðmæli á Facebook og virkilega flott að sjá verkefnin sem þau hafa verið að gera…
…snilldin við svona filmun er að það er hægt að velja alls konar áferðir á þeim, þannig að þú getur fengið viðarútlit eða annað slíkt, sem er t.d. ekki hægt að ná auðveldlega fram með málningu…
…yfir í skápinn minn blessaðan. Eftir að þau komu og skoðuðu skápinn þá ákváðum við að setja svarta viðarfilmu á hliðarnar, þar sem “viður” er. En nota síðan matta svarta á álið. Ein bað ég um að setja reyklitaða filmu yfir glerið til þess að minna gegnsæjið á hurðunum. Ég var ótrúlega ánægð með vinnubrögðin hjá Hönnun og skart, en þau voru alltaf tvö við þetta. Þrifu skápinn og gerðu hann reddí fyrir filmun, þannig að ég þurfti ekkert að gera nema opna hurðina og hleypa þeim inn, og þau voru alveg sérlega vandvirk…
…matta filman sett á álkantinn…
…og reyklitaða filman komin á hurðina nær glugganum, svo er hitað yfir til þess að hún festist betur…
…strax þarna var ég orðin súperkát, þar sem mér finnst komin tenging við ljósin við rúmið…
…og þið sjáið muninn! Það er auðvitað enn hægt að sjá móta fyrir fötunum vinstra megin,enda er þetta gler, en mikið minna áberandi…
…og sett á hurðina hægra megin…
…og sökkullinn klæddur. Þið sjáið þarna hvernig skápurinn var að eikarlitaður (sést innan í) og hvernig gólfið er á litinn…
…hér sést síðan viðaráferðin á filmunni á hliðinni (þessi þrír blettir eru ljósblettir inni á myndinni)…
…og báðar hurðar komnar í aukafilmu, og mikið minna gagnsæji…
…svo mikið að ég lá bara í rúminu seint á kvöldin og myndaði skápinn. En það var ekki hægt að gera þetta allt á sama tíma, þar sem það þarf að gefa filmunum tíma til þess að festast almennilega, áður en farið er að filma yfir þær…
…og svo var það front-urinn…
…og þetta er mikil nákvæmisverk…
…en var frábærlega unnið…
…og þá var þetta orðið svona! Bjútífúlt…
…en ég var búin að biðja um eitt til viðbótar, og það var að bæta niður línu niður miðjuna – til þess að “franska” upp hurðarnar enn fremur…
…og la voila…
…þvílíkur munur!
…allt í einu finnst mér þessi skápur ekkert ljótur og leiðinlegur…
…þvert á móti er ég bara skotin í honum og finnst hann æði!
…hann er allt í einu farin að fúnkera við allt rýmið og þetta var alveg lokapunkturinn sem þurfti.
Kostnaðurinn við þetta verkefni var um 60þús, þar sem að það er tímafrekt að filma hurðarnar og mikil nákvæmnisvinna..
…ég elska að það sé hægt að breyta þessu svona mikið með því einu að filma, og endurnýta og í raun endurnýja þannig 10 ára gamla mublu…
…þar sem ég er í þessu samstarfi með Hönnun og skart, þá ætla þau að vera svo dásamleg að bjóða ykkur 15% afslátt ef þið bókið fyrir 1.nóvember. Þið gerið það með því að fara inn á Facebook þeirra og senda þeim skilaboð. Þið biðjið um tilboð og bókið svo tíma, og biðjið bara um SkreytumHús-afsláttinn.
https://www.facebook.com/honnunogskart/
…ég var svo ánægð með útkomuna á skápnum að ég plataði þau í eitt annað verkefni, og ætla að sýna ykkur það á næstu dögum…
…annars vona ég bara að þið eigið dásamlega vinnuviku í vændum, njótið hennar ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Þetta er æðislega flott ❤
Æðislega flott,eins og nýr💖
Geggjuð breyting 😍
Núna er ég alveg skjúk að gera eins við minn skáp, sem er næstum því eins og þinn gamli 😊