…og í þetta sinn á Bíldshöfða, og svo aðeins í nýja flotta húsgagnabæklinginn sem var að koma út – sjá hér!
Mér fannst því kjörið að skunda af stað og sýna ykkur eitt og annað sem er að koma nýtt inn í haustið og svo pínu smá svona í átt að jólum, þið vitið – bara svona smá jóló…
Að gefnu tilefni þá er Rúmfatalagerinn með auglýsingu hér á síðunni en ég fæ ekki greitt fyrir sérstaklega fyrir þessa innlitspósta, og eins og alltaf – þá er það ég sem vel hvað ég mynda, og er því að sýna ykkur það sem ég rek augun í og er að heilla mig!
…ég setti upp smá svona svefnherbergi á Bíldshöfðanum, svona til þess að gefa hugmyndir…
…mér finnst svo gaman að nota svona lítil hliðarborð sem náttborð – það kemur svo fallega út…
…og bakkar eru svo bráðnauðsynlegir og bara nytsamlegir…
…hér tók ég Virum sjónvarpsbekk og setti sem bekk við enda rúms…
…svo finnst mér æðislegt að vera bara með svona kózý teppi til þess að henda ofan á sængurfötin, það kemur alltaf fallega út…
…og þessir kollar eru æði! Ég er reyndar svakalega ánægð með allt þetta velour-efni sem er að koma inn, það er svo hlýlegt og fallegt. Fullkomið inn í haustið…
…eins og púðarnir í rúminu…
…draumafangarar og meira skraut…
…velour-púðarnir eru í nokkrum litum…
…og bleiki og grái eru í uppáhaldi hjá mér…
…körfur fyrir óhreint tau, eða bara teppi og púða og…
…hér koma reyndar nokkrar myndir frá Smáratorginu – Virum sófaborðið er líka ferlega töff…
…við settum Arendal tungusófa, og mér finnst hann koma mjög flott út…
…og þessir púðar eru alveg æðislegir í honum…
…síðan settum við upp klukkuna sem ég var að DIY-a um daginn (sjá hér) og fyrir neðan hana er Virum-hillan sem er núna komin í hvítu…
…en aftur á Bíldshöfðann, tréjólatrén – sem ég elskaði svo heitt í fyrr og ann enn, eru komin aftur í tveimur stærðum…
…en ég notaði þau sem sé svona í fyrra – þau eru æði…
…allir saman nú – awwwwww…
…þessi hérna er ferlega flottur, Nebel ruggustóll, og svo þessi púði – þessi púði sko!
…mér finnst þessir litir hrein dásemd, svo ekki sé minnst á allt hitt…
…Akuna púðar, mjúkir og fagrir, og endalaust flottir…
…það eru meira segja komin smá svona jólókerti…
…þetta bleika trékerti er ansi fagurt…
…og eins gott að koma því til skila, að þessar eru komnar í hús – jólatréskörfurnar sem kláruðust löngu fyrir jól í fyrra…
…ég raðaði líka á smá borð inni í smávörudeildinni…
…smá á gullbakka sko, það er eitthvað inn í haustið…
…og meira af trjánum “mínum”…
…og nýji vasinn á gullfætinum er alveg að gera góða hluti sko – Heimer vasi…
…glerkrukkurnar fallegu…
…og svo var að koma ný stell – Tex – sem eru svo falleg…
…eru í hvítu, svörtu og gráu…
…smá svona “óregluleg” í laginu…
…svo finnst mér þetta koma æðislega út…
…svo einfalt en svo jóló eitthvað…
…sjúklega töff blómapottar – Mandrup…
…heyrðu og svo eru komnir breytipúðar – bleikir og rosegold, og líka svartir og silfur…
…meiri gordjöss velúrpúðar – eða Velvetpúðar…
…ég er ekki mikil leðursófakona, en mér fannst flott að sjá trélappirnar undir þessum og hversu mikið hlýlegri hann verður fyrir vikið. Þessi heitir Ives…
…og gaman að sjá liti koma inn í sófunum, þessi blái er fallegur…
…falleg smáborð – Terp…
…Viby kollarnir eru í nokkrum litum…
…Pomose hægindastóll og skemill…
…kózýsokkar sem eru nauðsyn á haustin…
…geggjaðir hringspeglar komnir – í 50 og 70cm…
…og töff blómastandar…
…mæli svo sannarlega með að kíkja og skoða eitthvað af þessari haustfegurð sem er mætt í búðirnar.
Svo er líka alveg kjörið að kíkja í bæklinginn þeirra – smella hér – og það er 20% afsláttur af því sem í honum er!
…og þá segi ég bara njótið dagsins! ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Já jólin nálgast, ekki örgrannt á að ég finni smá kitl, þegar ég kíki á þessar fallegu myndir úr heimsókninni, njóttu helgarinnar…..
Glæsilegt alt sem þú gerir, takk fyrir.