Erikur – haustkrans DIY…

…eins og ég hef oft haft orð á áður, þá er ég mjög hrifin af erikunum/haustlynginu á þessum tíma árs ♥…og í samvinnu við Blómaval þá fékk ég mér nokkrar erikur núna um daginn!  Þess ber þó að geta að erikur eru alls ekki dýrar og því alveg hreint kjörið að fá sér til þess að hafa úti fyrir, og/eða eins og ég geri, að nota þær innan dyra!
…ég hef nefnilega sjaldan fengið eins mikið af spurningum eins og um daginn þegar ég sýndi erikurnar inni hjá mér! Hvort að þær þoli að vera inni og þar fram eftir götunum…
…Það er vel hægt að hafa þær inni, en það þarf að vökva þær vel eða að leyfa þeim hreinlega að þorna.  En þær verða þá aðeins svona “minni” að sjá, en samt fallegar……mér finnst þær æðislegar í skálum…
…og vil helst blanda saman hvítum og smá af bleikum…
…finnst það koma ótrúlega fallega út…
…síðan hef ég sett þær bara í könnur, samt ennþá í pottunum auðvitað…
…er líka svo mikil áðdáandi að nota könnur fyrir blóm, bara almennt…
…það kemur svo fallega út, að mínu mati…
…síðan tók ég tvo potta til hliðar, og fallega hringinn sem ég fékk í BarrLiving.is og ákvað að gera smá haustkrans…
…það sem þarf er því:
kransaundirlag – bast eða vír (væri hægt að nota vírherðatré)
erikur ( ég notaði 2 stk)
klippur
skrautvír
…síðan er vírinn einfaldlega festur á kransinn…
…útbúin lítil knippi úr afklippum…
…og þau víruð á…
…ég ákvað að fara hálfa leið, og snú svo knippunum við…
…og úr koman var þessi!  Það er auðveldlega hægt að halda áfram allan hringin, en mig langaði bara í svona smá vegis með…
…og svo ein erika í könnu með…
…tók síðan lítinn vasa…
…og vafði afgöngunum utan um hann…
…þannig að haustkrans á vegg…
…haustkreyting á borð!
Vona að þið eigið indælis dag og góða vinnuviku framundan ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Erikur – haustkrans DIY…

  1. Gurrý
    24.09.2018 at 14:44

    *DÆS* svo faaaalllegtttt…….

  2. Heiðrún Finnbogadóttir
    26.09.2018 at 16:18

    Dásamlegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *