…ég var að vinna verkefni um daginn, og þurfti að finna klukku inn í rýmið. Ég var að leita eftir við, til þess að fá hlýleika, og svo ætlaði ég að hafa svart með – þannig að ég var búin að leita víða þegar ég rakst á þessa hérna í Rúmfó. Hún var á tilboði og kostaði um 6þús, og uppfyllti það sem ég þurfti NEMA hún var með hvítum stöfum……en ykkar kona lætur ekki segjast sko, reif frá litlu skrúfvélina og af með þetta allt saman…
…síðan raðaði ég þessu ofan í risastórann kassa…
…og þar sem ég var innandyra, þá setti ég bara past yfir þetta og stakk hendinni innan í og spreyjaði…
…ég notaði Montana spreyjið frá Slippfélaginu…
…og þessi svarti matti litur finnst mér hreint æði…
…ég ákvað líka að skrúfa fæturnar undan sófanum…
…stakk þeim ofan í kassa og spreyjaði…
…fyrir…
…og svo eftir! Þvílíkur munur!
…svona leit svo berrassaða út…
…svo fóru hringirnir á…
…einn af öðrum…
…og svo hver stafur – þetta er sko þolinmæðisverk, og það þarf skrúfvél/bor, því að maður yrði kreisí að gera þetta í höndunum…
…en lokaútkoman var geggjuð!
Alveg eins og ég sá þetta fyrir mér 🙂
Einfalt varð það og ég er sko ánægð með þetta!
Svo, fyrir ykkur sem eigið eflaust eftir að spyrja, þá er ljósið úr Fjarðarkaup, sem og ávaxtakarfan og marmarabakkinn!
*knúsar*
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Svo mikil snilld hjá þér,bara alveg geggjað😊
Hæ hæ. Klukkan kemur snilldar vel út. Góð hugmynd að nota kassann og plastið. Mig langar að vita hvort sófafæturnir eru úr áli/járni, og hvort málningin tolli örugglega á. Ég er með flotta svarta borðstofustóla með álfótum sem myndu passa betur í minni stofu ef fæturnir væru svartir. Takk fyrir skemmtilega pósta 👍