…þessi Moli – ég held því fram að hann sæki í það að vera á myndum!
Í það minnsta er eins og hann stilli sér upp í hvert sinn……um daginn sýndi ég ykkur þennan glerkassa sem ég fékk í Rúmfó…
…eins og hann er fallegur, þá var liturinn á viðarbotninum eitthvað að bögga mig…
…þannig að ég einfaldlega skrúfaði bara í botninn, og svo þurfti smá handafl…
…og þá var boxið bara svona líka einfaldara…
…ég spreyjaði reyndar botninn, en er ekki enn búin að setja hann á….
…en ég er að fíla kassann alveg súpervel svona…
…ég er alltaf að gerast sek um að fá mér orkídeur, svona í staðinn fyrir helgarblóm…
…og ekki gleyma að það er vel hægt að þurrka mörg blóm og greinar, hér er t.d. þurrkaður eucalyptus í vasa…
…svo sætir saman…
…en mig langaði samt í eitthvað haustlegt í vasann minn fallega. Þannig að ég fór í Blómaval og fékk mér snjóberin og haustlauf…
…síðan eru þeir alltaf með risavendi á tilboði á um 5þús, og ég fékk mér einn svoleiðis…
…og skellti einni gerberunni með í vasann líka…
…bara fallegt!
Vona að þið eigið yndislega helgi ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥