Sitt lítið af hverju…

…áfram þramar tíminn, og að manni finnst – hraðar í skrefi hverju.  Það eina sem hægt er að gera er að hlaupa með, eða setjast niður og njóta þess bara að fylgjast með.  Jafnvel held ég oft, að blanda af báðu sé það sem virkar langbest!
…ágúst litaðist mikið af svefnherbergis-meikóver og tók slatta tíma…
…og ég gæti sko ekki helming af því sem ég geri, ef ég fengi ekki alltaf hjálp frá þessum hérna, en hann er langbestur! ♥♥
…svona er þessi litli Moli stundum þegar að honum langar út að leika…
…og einn daginn var líka svona dásamlegt veður…
…það var ekki annað hægt en að fara í smá göngu hér á fallega Álftanesinu…
…jájá, hann er svolítið góður með sig og mikill pósari…
…fann strumpabyggð í grasinu…
…og forréttindin okkar sem búum hér að rölta bara niður að sjó…
…og taka göngutúr á ströndinni…
…svo langaði mig að sýna ykkur smotterí.  Hér er kassinn sem ég fékk í Rúmfó og sýndi ykkur um daginn:
Classic lukt – smella
…mér finnst hún svo flott, en rauði tónninn í viðinum var ekki alveg að heilla mig.  Þannig að ég skrúfaði bara skrúfurnar út og smellti botninum af…
…og mér finnst hann kom mjög vel út svona…
…ég ákvað að spreyja botninn svartann…
…en þangað til – mjög skotin í þessu svona…
…ég tók líka daginn í gær á snappinu og var að breyta aðeins hérna heima…
…og þarf að sýna ykkur meira frá því…
Vona að þið eigið yndislega viku framundan ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *