Bekkur – DIY…

…í “gamla” hjónaherberginu okkar var bekkur sem við keyptum fyrir um 8 árum í Ilva.  Ég er búin að hefta á hann ný áklæði þó nokkrum sinnum, og í raun má segja að hann hafi verið einn af fáum hlutum sem fylgdi okkur áfram í “nýja” herbergið okkar!  En þó í mjög svo breyttri mynd!
bw2013-04-25-183949
…ég var mjög ákveðin allan tímann.  Að gera bekkinn svartann.
Fyrsta vers: Ég er ansi hreint fljótfær stundum, og breytiglöð – og fór ekki endilega rétta leið að þessu.
Ég nefnilega bara spreyjaði beint!
Það er í sjálfu sér ekkert mál, en ef þú ert að spreyja hlut sem mæðir mikið á, þá þarftu að vinna meiri undirvinnu.  Vil bara taka þetta fram svona strax í byrjun!
…og eins og alltaf, þá nota ég uppáhalds spreyjin mín frá Slippfélaginu sem heita Montana,
en eins og þið vitið þá er ég í samstafi við Slippfélagið
…spreyjin eru til í alveg ótal litum, en svartur mattur varð fyrir valinu…
…svo er það bara þessi gamla góða regla, ef þú ert að spreyja þá þarf alltaf að vera með hendina á hreyfingu.  Halda henni svolítið frá, og fara frekar fleiri umferðir…
…önnur góð regla er líka að snúa hlutinum á alla enda og kanta og þá koma í ljós svæði sem maður tekur kannski ekki eftir í fyrstu atlögu…
…spreyja fyrst alla stóru fletina sem sjást, og svo má “eyða” spreyji á svæðin sem sjást minna…
…og auðvitað að leyfa þessu að þorna vel…
…við fengum þau í RB rúm til þess að bólstra fyrir okkur sessuna á bekknum…
…þannig að hún væri alveg í stíl við fallega höfðagaflinn…
…og fyrir mína parta, þá hefur bekkurinn aldrei verið fegurri…
…það er náttúrulega eitthvað við svona fallega bólstrun sem heillar mig upp úr skónum…
…það er líka sniðugt að fara yfir svona spreyjun, með glæru spreylakki – en hlífir þessu líka.  En í það minnsta, bekkurinn er kominn á sinn stað og heldur áfram að sinna sínu hlutverki…
…ekki bara sammála að hann komi vel út?
Vona að þið eigið yndislega viku framundan ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

3 comments for “Bekkur – DIY…

  1. Margrét Helga Guðmundsdóttir
    18.09.2018 at 16:03

    Hann er gordjöss 😀

  2. Sigríður Ingunn
    30.10.2018 at 12:27

    Vá hvað þetta er fallegt.

  3. Ásdís
    29.10.2020 at 22:24

    Hæ geggjaður bekkurinn. Veistu hvar hægt er að kaupa bekk þó hann sé ekki eins? Kv

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *