Haustmarkaður netverslana…

…í gær kíktum við fjöskyldan á Haustmarkað netverslana sem er haldin í Víkingsheimilinu núna um helgina.  Ég smellti af nokkrum myndum til þess að deila með ykkur…
..
Nona.is var með hreint dásamlegar vörur – það sem þessar peysur og húfur voru dásamlega mjúkar og fallegar… Regalo fagmenn voru með flottu hárvörurnar frá Moroccanoil…
Camelia.is er með alls konar flott…
…mjög töff myndir m.a. og mér finnst þessi diskur æðislegur!
…stjörnumerkjamyndirnar…
Ethic.is eru með yndislega barnaskó – ekkert smá flottir…Sker.is er síða sem ég hef fylgst með lengi, og er með geggjaðar myndir – eins og t.d. þessar Star Wars-myndir…
…og Múmín-krútterí…
Agú.is er með litskrúðug föt fyrir krílin, og það sem þau eru mjúk…
…bambar – awwww…
Hans og Gréta var með hreint yndislegar vörur…

…ég er afskaplega svag fyrir Múmín um þessar mundir…
…maður er náttúrulega að krútta yfir sig þarna…
…þessir voru alveg yndislegir, endur í stígvélum af öllum gerðum – Taramy.is
….gahhhh, er það ekki í góðu lagi að fá sér kanínur þó maður sé komin fram yfir fertugsaldurinn? Hulan.is er með þessi krútt…
Malmlist.com var með mjög töff hluti…
Kreo.is er t.d. með þessi geggjuðu teppi…
Systur og makar voru líka á svæðinu með fallegu vörurnar sínar…
Katina.is yndislegar vörur fyrir krakka og kríli, allar svona íslenskar myndir eru snilld til þess að senda td í jólagjafir erlendis…
Purkhus.is er líka með sérlega fallegt vöruúrval, og bara fallegur básinn þeirra……geggjaðar glervegghillur…
…flottur hengipottur…
…og þessi vasi er bara æði!
Von með dásamlegar vörur fyrir börnin…
…eins og Minninga-bókin þeirra og litlu náttlamparnir…
Reykjavikdesign ofsalega smart……þessar marglyttur eru æðislegar…
Lítil í upphafi er með mikið vöruúrval…
…aftur rek ég augun í bamba…
Fabia Design er með virkilega fallegar vörur…
…mér finnst t.d. ljóðið frá þeim einhver besta vinkonugjöf sem ég hef séð í langan tíma…
…Hrisla.is er með leikföng sem eru vel þess virði að skoða nánar, allt svo fallegt og tímalaust…
Dóttir var verslun sem ég hafði ekki séð áður, en var með alveg dásamlegar mjúkar og fallegar vörur……og önnur verslun sem ég tók eftir þarna er Heima er gott, mjög fallegar vörur líka…
…svo var auðvitað fullt af fleiri flottum básum/verslunum þarna.  En það var mikið af fólki og ég náði bara rétt að krafsa í yfirborðið.  Mæli með þessu ef þið eigið lausan tíma í dag ♥

Athugið að þessi póstur er ekki kostaður á nokkurn máta!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *