Haustið í Rúmfó – íbúðin/innlit…

…en fyrst er haustið komið þá fór ég upp í Rúmfó á Bíldshöfða til þes að stilla upp í  “litlu íbúðinni” minni í húsgagnadeildinni.  Svæðið er ekki stórt en ég setti upp stofu, smá borðstofu og svefnherbergi.  Vonandi eru þarna litlar og sniðugar lausnir sem hægt er að nýta sér……eins og alltaf þá elska ég grúbbur á veggi, og hér notaði ég spegil og draumafangara, klukku og myndir sem ég hallaði bara upp að veggnum.  Skáparnir eru í sérstöku uppáhaldi og heita Skals (smella hér)!
Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn(uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur. Svo var að koma út bæklingur og ég kem aðeins inn á hann í lok póstsins, en bara það sem tengist því sem ég er að sýna hér!..
…kringlótti spegill heitir Sallerup og sést hér – smella
…þessi borð sko, ég bara geri ekki annað en að reyna að finna leið til þess að koma þeim inn hjá mér í huganum.  Mér finnst þau æðisleg – heita Ommestrup – smella
…mottur eru líka snilld til þess að ramma inn svæði, eins og hér, þegar að allt er í sama rýminu þá nær þetta afmarka plássið helling.  Þessi finnst mér svo flott og tímalaus og heitir Tretorn – smella
…þetta er rúm er svo kózý að maður bara hendir af sér skóm og brók um leið og maður sér það, eða svona næstum!  Það heitir Victoria og kemur í nokkrum stærðum – smella
…svo er það eitt sem ég kann vel að meta! Sængurver!  Það er nefnilega alltaf þannig að í hverju hjónaherbergi þá er rúmið alltaf stærsti flöturinn, og þó að maður hafi veggina og umhverfið í hlutlaustum gír – þá þarf ekki annað en að fá sér t.d. bleik rúmföt til þess að poppa upp allt plássið!
Þessi bleiku er æðisleg! Þau eru flannel ef þið trúið því og súper mjúk, súper sko!
…þau heita Ester – smella, og teppið yfir, sem er pörfektó heitir Asp – smella.  Púðinn er svo hérna Bonderose – smella
…eins finnst mér þetta snilldarlausn í litlum rýmum, og t.d. bara barnaherbergjum.  Nota svona litlar hirslur, sem eru með fínu flokkunar/geymsluplássi! Þessar eru ætlaðar í forstofu, en eru ekki síðri svona sem náttborð, og eru til í tveimur stærðum: Odby – smella
…stærri…
…minni…
…í stíl við rúmið er Egedal bekkurinn, og þið þekkið mig – ef ég kem bekk fyrir, þá fer hann inn 🙂
Egedal – smella
…mér fannst líka snilld að nota ekki minnsta borðstofuborðið sem ég fann, heldur frekar að nota stærra borð sem býður upp á stækkunarmöguleika og það er hægt að bjóða bara heilum helling af fólki í mat.  Þá er hægt að láta borðið standa upp við vegg þegar það er ekki í notkun fyrir svona marga, og auðvelt að vippa því út á gólf!
Borðið heitir Gammelgab – smella!
Bekkir eru snilld, var ég nokkuð búin að segja það? Þessi heitir Kalby – smella!
Stólarnir eru með skemmtilegu mynstri á bakinu og heita Minia – smella, og koma í svörtu og hvítu…
…svo eru það alltaf litlu hlutirnir sem punta og poppa upp allt saman…
…þessir finnst mér t.d. dásamlegir, æðislegur litur og gæran á bekknum í stíl…
…sko bara!
Kertastjakar – smella
Gæra – smella
… í svefnhorninu var reyndar stóra ástæðan fyrir að ég valdi bleiku sængurverin…
…þessi hérna stóll! Þvílíka bleika skýjið af fegurð sem þetta er nú!
Petersborg stóll og skemill – smella
Motta – smella
…nú og ef þú ert það heppin að vera með nóg skápapláss (er maður það einhvern tímann?) þá má alveg punta inni í hillunum!
…ef lofthæðin er mikil er mikil, þá eru svona líka snilld til þess að geyma alls konar…
…sófarnir eru æðislegir, þeir eru 3ja og 2ja sæta og heita: Arlington – smella. Það eru þvílíku tilboðin í gangi núna á afmælishátíðinni og 3ja sæta sófinn sem kostaði 120þús, er núna á tæp 70þús! Jeebus…
…og muna regluna, aldrei nóg af púðum!
…og notaði líka Haldager hillu til þess að skipta rýminu upp.  Ótrúlega einföld og þægileg lausn!
Haldager – smella
..geggjaðar bókastoðir! Smella
…plöntur gera alltaf svo mikið, bæði gervi og lifandi…
…og þegar þið eruð með margar hillur og finnst erfitt að raða í þær.  Þá er alltaf málið að nota körfur eða annað slíkt í stærri kantinum til þess að fylla upp í og ná jafnvægi…
…krúttaralega græna grúbban…
…eldhússkreyterý…
…og um að gera að nota bara nytjahlutina til skrauts…
…sem sé – bara kózý lítil íbúð fyrir ykkur að skoða…
…og vonandi fá hugmyndir frá…
…svo er um að gera að nýta sér það að það eru frábærir afslættir í gangi núna…
…en það var að koma út risa afmælisbæklingur, sem hægt er að skoða hér:
AFMÆLISBÆKLINGUR – smella!
En td eru tilboðin svona:
Allir fataskápar 20% afsláttur
Sófaborð 30% afsláttur
Allir eldhús- og borðstofustólar 20-40% afsláttur
Kommóður, skenkir og glerskápar 20% afsláttur
Hægindastólar 20-50% afsláttur
Sófar allt að 40% afsláttur
Rúmteppi og ábreiður 35% afsláttur
Gardínuvængir 40% afsláttur
Mottur 30% afsláttur
Púðar 40% afsláttur

og þetta er ekki tæmandi listi heldur bara það sem mér þótti tengjast þessum pósti 😉
…annars vona ég bara að þið hafið haft gaman að – og sendi ykkur bara knús ♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

3 comments for “Haustið í Rúmfó – íbúðin/innlit…

  1. Anonymous
    29.08.2018 at 19:55

    Alltaf svo sniðug að raða og finna fallegt DÓT…..takk fyrir að sýna okkur…

  2. 08.09.2018 at 18:56

    Langar að biðja um málin á litlu kringlóttu sófaborðunum. Hvað er ofan á þeim? Er hægt að fá þau með dulfur/króm lit? Og hvað kosta þau?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *