Forsmekkur að hjónaherbergi…

…eins og þið vitið, eflaust vel flest, þá er allt búið að snúast um að breyta hjónaherberginu okkar.  Breytingar sem farið var út í þar sem dýnan okkar var lööööngu komin fram fyrir síðasta söludag, en þá notaði ykkar kona að sjálfsögðu tækifærið og breytti vel til!
Ég var með alls konar pælingar fyrir herbergið, miklar og áleitar hugmyndir.  Mig langaði að færa mig svolítið frá “blúndunni”. En herbergið var með hvítum gafli áður, hvítum náttborðum og bara ansi blúndað (smella hér til að skoða).

Ég vildi fara meira í dökkt, svoldið gróft með og í raun bara meira í stíl við það sem ég er með frammi hjá okkur. Eins og oft áður, þá byrja ég á að skoða hvað er til í netverslunum og safna saman myndum af því sem ég finn.  Auk þess sem ég er með nokkrar vistaðar myndir í tölvunni sem ég hef safnað að mér.  Ég setti síðan saman moodboard fyrir herbergið:
Þegar upp er staðið, þá finnst mér moodboard-ið ná stemmingunni ansi vel – en útkoman er svona! Það á eftir að klára smotterí, eins og t.d. ljósin – en þetta fallega ljós sem er á borðinu – er enn of mikil blúnda fyrir mig.  En góðir hlutir taka smá tíma að gerast, ekki satt!Ég er svo að vinna að risapósti sem eru með öllum upplýsingum, um hvað er hvaðan og allt sem því fylgir…
…einfaldast er að segja að við erum alveg hreint í skýjunum með herbergið…
…og öll þessi kózýheit sem fylgja því núna ♥
…eruð þið ekki alveg til í sjá meira og stóra póstinn?
ps. Mér þætti afskaplega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

12 comments for “Forsmekkur að hjónaherbergi…

  1. Anonymous
    24.08.2018 at 09:35

    Æðislegt!
    Hvaðan er sláin á veggnum? Ferlega sniðug lausn.

  2. Anonymous
    24.08.2018 at 11:08

    mjög spennt fyrir slánni á veggnum!

  3. Hófí
    24.08.2018 at 12:55

    Æði 🙂 Er að leita að inspiration fyrir mitt herbergi 🙂

  4. Sigrún Anna Jónsdóttir
    24.08.2018 at 13:37

    Bíð spennt.Veit að útkoman verður töff

  5. Anonymous
    24.08.2018 at 20:20

    Virkilega fallegt herbergi!

  6. Anonymous
    25.08.2018 at 05:35

    Mjög fallegt hjá hkkur Hvaðan er rúmgaflinn?

  7. Margrét Helga
    27.08.2018 at 11:23

    Þetta er svo hrikalega vel heppnað hjá ykkur 😀 Svo kósý 🙂

  8. Anonymous
    01.09.2018 at 15:41

    Mjög flott, má ég forvitnast hvaðan bekkurinn sem er í stíl við rúmgaflinn er?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *