…um daginn fór ég í Sorpu, og var að fara með föt í Rauða krossinn og eitthvað af hlutum í “Góða hirðis-gáminn” sem er staddur þarna. Þegar ég var að bera inn, þá var starfsmaður að bera hluti út úr gáminum og setja í fiskikar fyrir utan. Þar á meðan rak ég augun í kassa fullan af bókum, bæði nýjum og eldri bókum, sem báru þess mis mikil merki um að hafa verið lesnar. Þarna var ma ný Yrsubók, alveg hreint ólesin og innbundin, og líka eldri bækur – en allar mjög fallegar og innbundnar.
Ég spurði starfsmanninn hvað ætti að gera við bækurnar og fékk svörin að þessu ætti að farga. Setja beint í endurvinnslu þar sem GH væri fullur og hættur að taka við bókum í bili.
Litli bókaormurinn sem innra með mér býr tók andköf, og ég spurði hvort að það væri ekki í það minnsta farið yfir hvaða bækur væri verið að farga, en fékk þau svör að svo væri ekki. Þessu væri bara hent. Ég tók nokkrar bækur með mér, með fullu leyfi, og fór svo heim með sorg í hjarta.
Mikið vildi ég að það væri frekar auglýstar fríar bækur í GH þannig að þeir sem elska bækur gætu frekar mætt á svæðið, frekar en að vera farga heilum bókum. Svo ekki sé minnst á þau verðmæti sem eru í gömlu bókunum mörgum hverjum!
Þegar heim kom, þá gekk ég um og myndaði nokkra staði sem bækur eru notaðar í uppstillingar og fyrir fegurð sína – svona til þess vonandi að gefa hugmyndir!
Þessar voru báðar keyptar á nytjamörkuðum……sem og þessi hérna…
…stærri bækur eru næstum eins og bakkar, og fullkomnar til þess að afmarka svæði og líka til þess að hækka eitthvað upp. Bókasafnið eru ljóðabækur sem koma frá mömmu og pabba…
…alls konar bækur, alls staðar…
…bækur undir og yfir, og allt um kring…
…uppáhaldshorn dótturinnar, þar sem hún situr og les…
…en undir rúmi er hún með heilt bókasafn á hjólum…
…elstu bækurnar eru frá ömmu hennar, en margar eru líka frá mér eða pabba hennar, gamlir vinir sem ganga í erfðir…
…þær bækur sem er verið að lesa þessa dagana…
…bækur á skrifstofunni…
…og nokkrar eldgamlar, sem ég fann á nytja mörkuðum og finnst dásemd…
…svo fallegar í hillu! Mér fannst í það minnsta vert að minnast á þetta og hvetja ykkur til þess að nota bækurnar sem þið eigið, auðvitað fyrst og fremst til lestrar, en líka bara til þess að fegra heimilið. Því að mínu mati, þá gera þær það svo sannarlega ♥…
…svo vil ég benda á að fyrir utan ABC, í Hafnarfirði og í Víkurhvarfi, eru svona innkaupakerrur með bókum, og þær eru fríar!
Svo að lokum þá sýndi ég um daginn, að ég væri að koma mér af stað smá skipulagi fyrir veturinn – og fékk svo margar fyrirspurnir. En þessar skipulagsbækur og blöð fást í Rúmfatalagerinum, og ég fékk þetta bara fyrir helgi – þannig að það ætti að vera enn til…
…það er eitthvað sem þægilegt við það að taka sér penna í hönd og skrifa niður það sem manni liggur á huga…
…svo veitir víst ekki af því að vera með svona vikuskipuleggjara til þess að hafa allt á hreinu þegar að skólinn hefst á nýjan leik 🙂
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Gæti ekki verið meira sammála þér með bækurnar…