…eins og ég hef áður sýnt ykkur þá er kominn nytjamarkaður í Hafnarfjörð.
Opnaði í byrjun sumars á Dalshrauni 13 – og ef þið viljið fylgja þeim á Facebook þá er bara að smella hér…
…það er náttúrulega ekkert leyndarmál hversu gaman mér finnst að gramsa svona – og ég mæli sko með að allir prufi að kíkja við á nytjamarkaðinu, í það minnsta svona endrum og eins…
…þarna eru t.d. kertastjakar sem eru sérlega fallegir…
…þessi gætu verið sérlega sumarleg og sæt á pallinn…
…þessi silfurvasi er frekar flottur sko, sé hann alveg fyrir mér í hillu með fallegum blómum…
…örugglega margir sem elska svona engla á vegg…
…þessi hérna kertastjaki – fyrir jólin, t.d. með litlum jólatrjám og snjó og glimmer – eða bara könglum og jólakúlum…
…kannast við þetta…
…eggjahaldarainn er svo flottur, og glerstjakinn, og auðvitað karaflan…
…annars stjaki sem hægt væri að jóla skemmtilega upp…
…eins þreytt og þetta litla náttborð er, þá yrði það alveg æðislegt í fallegum lit – t.d. í barnaherbergi…
…áhugavert og öðruvísi – Rómúlus og Remus…
…ótrúlega falleg lítil kirkja, þessi með smá ljósi innan í, um jólin yrði dásemd…
…allt fullt af gleri…
…og myndir og meira…
…þessi hérna er einn sá fallegast eggjabikar sem ég hef augum litið…
…er enn að spá í honum…
…litlir og ljúfir mokkabollar…
…þetta par sko, þau eru enn að kyssast eftir öll þessi ár…
…klassíkin…
…skál með smá gulli og glamúr…
…kanna og meððí…
…dóttirin yrði skotin í þessum…
…ég fékk smá nostalgíukast, hringdi í gamla heimasímann okkar 42395 🙂
…og þessar hérna – mér finnst þær ææææði…
…allt settið á 950kr…
…ljósadeildin…
…og á bakvið eru húsgögn – Old Charm skápur……og borð í stíl…
…hvít píanó minna mig alltaf á John Lennon…
…snyrtiborð – í smá svona art deco stíl…
…annað borðstofuborð sem hægt væri að gera til góða…
…þessi ljós – það var eitthvað spennandi við þau…
…svo falleg kommóða…
…og þessi gæti orðið yndislegur línskápur…
…það var ótrúlega mikið til þarna núna…
…náttborð…
…annar gamall og fallegur…
…þessi hérna – svartur t.d. væri hreint geggjaður…
…svo fallegt hjónarúm, þið verðið bara að líta fram hjá dótinu sem er í kringum það og ofan á því – og það voru meira segja náttborð þarna í stíl, reyndar ómáluð…
…fílarnir að koma yfir hæðina…
…þessi hérna – gæti verið sérlega flottur sem endastóll við borðstofuborð…
…þessi hérna væri æðisleg fyrir bækur og bunt í bland…
…með fallegum útskurði…
…spegill…
…annað borðstofuborð, stórt og massíft…
…gordjöss ljóskróna…
…og þessi hér er æði…
…sömuleiðis þessi…
…og fallegt par…
…Perlur-nar…
…og heilu ritsöfnin…
…það er alltaf hægt að finna einhverjar gersemar á þessum stöðum, því að það bara þannig að eins manns rusl er annars fjársjóður…
…svo er líka um að gera að reyna að endurnýta og gera til góða því sem til er!
Vona að þið eigið yndislega helgi – knúz ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!