…við nýttum helgina í smá bíltúra litla famelían, enda yndislegt veður og nánast ólöglegt að hanga heima á svona dögum……á laugardeginum fórum við á Geitfjársetrið að Háafelli, sem er einn af okkur uppáhaldsstöðum að fara með krakkana…
…sérstaklega í svona veðri eins og við fengum þarna…
…það er svo yndislegt að vera þarna, því að það er enginn svona “dýragarðsfílingur” í gangi. Maður fer bara inn í girðingu, risastóra, þar sem geiturnar rölta um og heilsa upp á mann, ef þær nenna. Gæfa og yndislegar…
…svo eru nú alltaf, svona næstum, kettlingar í fjósinu…
…og þeir eru svo dásamlega fallegir…
…jeminn…
…deginum var sem sé eytt í að knúsa mjúkt ungviði, það er ekki slæmt…
…ein alsæl…
…og bara þau bæði…
…þannig að ef þið hafið ekki kíkt að Háafelli, þá mæli ég hiklaust með því!
Við kíktum svo á Hraunfossana og í Húsafellið, þar sem krakkarnir hoppuðu á trampólíni og við fengum okkur að borða…
…svo á heimleiðinni fundum við stað þar sem við gátum leyft Molanum að hlaupa aðeins um…
…og honum fannst ekkert leiðinlegt að skoða sig um…
…allir frekar sáttir saman…
…á heimleiðinni var síðan sólin að setjast og það var hreint ómótstæðilegt að koma við á Akranesi og fara á Langasandinn…
…við uppgvötuðum líka að við erum alveg búin að mastera þessa uppröðun á mynd 🙂
…það er allt svo fallegt þegar að veðrið er gott…
…og ekki var fegurðin minni þegar við rendum í hlaðið heima…
…á sunnudeginum fórum við svo í Slakka…
…kíktum í Skálholt…
…alltaf að viðra Molann…
…reyndum nýja pósu á fjölskyldumynd… …en stundum er enginn að hlýða manni sko!
…og enduðum svo á Þingvöllum…
…í dásamlegri sól…
…og blíðu…
…og fegurðin sko!
…það var nóg af henni, alls staðar…
…dásamlega hvönnin…
…og svo þarf að finna stað…
…til að viðra Molann, sem tókst svona líka vel…
…stundum þarf þetta ekkert að vera flóknara en þetta. Einfaldir bíltúrar og bara að vera saman. Það er ekkert betra en það 💕
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Nákvæmlega!! Það er það sem á eftir að standa upp úr í minningabankanum…það sem fjölskyldan gerði saman 🙂 Ekki hvað maður átti mikið eða flott, eða mikla peninga.