Byrjum vikuna…

…en um daginn þá var ég að skoða myndir frá því í vor, þegar stofan okkar var með gráa áklæðinu, og allt í einu – þá fékk ég bara kast og varð að breyta til……þannig að allt var rifið af, 1 2 og 3…
…nýju og nýþvegnu áklæði skellt utan um…
…og látin þorna yfir nótt, eins og alltaf (sjá hér – smella)…
…og hvað þetta er nú allt berrassað svona púða og teppalaust! Það er sem ég segi, það þarf alltaf þetta litla með…
…sko, allt annað líf bara!
…fékk reyndar fyrirspurn á snappinu (soffiadoggg) hvort að þetta þýddi að haustið væri komið – en það var reyndar bara þessi óróleiki sem hleypur stundum í mig sem stjórnaði þessu sko…
…það er nefnilega bara gaman að geta breytt til…
…þó að Moli skilji ekkert í þessu endalausa veseni í mér 🙂
…svo þegar að vel viðrar þá er líka svo yndislegt að draga aðeins frá…
…og svo bara að hreinsa stundum vel til…
…upp með allt af gólfum, og meira segja mottan í burtu, og skúra vel undan öllu og ryksuga…
…og sjá svo sólargeislana leika sér á gólfinu…
…Mola finnst reyndar fúllt að hann nær þeim aldrei…
…en hann er hinsvegar búin að mastera alveg að pósa fyrir myndavélina…
…hér var ég t.d. að mynda skápinn – þegar að vinurinn kom og stökk upp á skemilinn, hann bara varð að vera með…
…svo er eitthvað rómó við að vera með opið út á pall, og sjá gluggatjöldin sveiflast í til og frá…
…svo er bara að njóta, í þessar þrjár mínútur áður krakkarnir hlaupa inn á strigaskónum…
…eða ef þetta Molakrútt gerir eitthvað af sér!
Annars vona ég bara að þið eigið yndislega vinnuviku framundan ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Byrjum vikuna…

  1. Margrét Helga
    13.08.2018 at 15:25

    Vá hvað ég væri til í að hafa allt svona hreint og fínt hjá mér 🙂 Hlakka til að fylgjast með hverju þú tekur upp á í vetur :*

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *