Innblástur…

…ég elska þegar ég finn innlit sem gefa mér innblástur ♥
Þegar myndirnar eru þannig að ég skoða þær aftur og aftur, og jafnvelrýni heillengi í þær.  Þegar maður finnur eitthvað sem auðvelt er að endurskapa heima hjá sér……af öllum myndunum, þá held ég að þessi sé mín uppáhalds!
Að sjá þessa glæru vasa með “villtum” blómum, viðarborðplötuna og svo speglana á veggjunum – elsk ♥
…þetta innlit var birt á sænska Elle Decorations, og maður sér skandinavísk áhrif, þó að þetta sé íbúð í New York…
…þrátt fyrir afar hlutlausa litapallettu, þá er svo mikið af mismunandi efnum og áferðum, og bara áhugaverðum hlutum, að þetta verður aldrei leiðinlegt að skoða…
…þetta er líka bara tímalaus blanda…
…og hver elskar ekki góðan gallerý-vegg…
…fallegt að sjá múrsteinana málaða svona dökkgráa…
…einfaldleikinn allsráðandi á baðherberginu…
…falleg ljósin og panillinn á veggjunum…
…fataherbergið…
…geggjað eldhús…
…og fallegt barnaherbergi, og meira segja Einar Áskell þarna á rúminu…
…sjáið þetta loft ♥
…skáparnir notaðir til þess að skilja að rýmin.  Mjög flott!
Fleiri myndir og texti hér/ All photos via: Elle Decorations
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Innblástur…

  1. Þórný
    17.08.2018 at 09:03

    Ji minn eini hvað þetta er fallegt heimili!

  2. Elva Björk Sigurðardóttir
    17.08.2023 at 10:50

    Vá fallegt og góðar hugmyndir❤️

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *