…er 8 ára í dag! Ótrúlegt ♥
Það sem maður skilur ekkert í hvað tíminn flýgur hratt áfram, en það er fátt sem sýnir það betur en börnin!Fyrir átta árum síðan var ég svo ólett að ég hélt að ég kæmist ekki frá sófanum og yfir í rúmið mitt.
“Litli” maðurinn tók sko allt plássið sem hann fann, og meira til. Þetta var skrítin tilfinning að fara í fyrirfram ákveðin keisara. Að fara upp á spítala kl 7 að morgni og líta á hvort annað, jæja – þá fæðist hann á næstu þremur tímunum. Mjög skrítið!
Næstum jafn skrítið og þegar ég frétti af því að ég gengi með strák. Ég varð svo hissa. Ég var eitthvað svo viss um að ég yrði bara stelpumamma.
En svo kom hann, hann fæddist kl 10:15, og var 4720gr og 57 cm. Ég er 163cm, ég skil ekki enn hvernig hann passaði þarna inn ♥
Endalaust fallegur þessi elska!
Loks vorum við orðin fjögur.
Eða öllu heldur sex saman, því að strákarnir voru auðvitað meðtaldir.
Stóra systir var yfir sig hrifin.
Litli káti kallinn.
Það voru margir sem flissuðu og bentu mér á að nú væru dagar punts og prjáls liðnir, þar sem drengur væri mættur á svæðið. En ó nei, litli kallinn minn, hann var sko alltaf í því að ganga til (taka til og ganga frá blandað saman).
Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að fá að vera mamma þín.
Þú ert þessi dásamlega blanda af grallaraspóa, svo mikið til í að bralla eitthvað – en líka svo einlægur og opinn og alltaf til í knús.
Við erum svo sannarlega heppin með þig…
Ein af mínum allra uppáhalds…
Þessi tvö alltaf svo góðir vinir, og auðvitað Molinn…
Skemmtilegi gaurinn okkar, elskar að syngja og dansa, og fíflast…
Til hamingju með daginn þinn hjartað mitt, 8 ára, og yndislegur! Gæti ekki verið þakklátari fyrir þennan dreng og stoltari af því hvernig hann er ♥
Algjörlega frábær drengur!! Innilega til hamingju með daginn ykkar allra 🙂 Njótið góða veðursins!